Leita í fréttum mbl.is

Viðbrögð

Já það stóð ekki á viðbrögðunum sem maður óskaði eftir hér í síðustu færslu, gaman að sjá hvað margir tóku við sér og kvittuðu fyrir innlitið, hafið bestu þakkir fyrir og vonandi verður framhald á slíku. Einnig er svo komið að flestir okkar hér um borð, svei mér þá ef það eru ekki allir, eiga nú betri helming heima fyrir sem ég trúi ekki öðru en fylgist með okkur á þessari síðu, kalla ég hér með eftir viðbrögðum frá þeim líkaSmile

Þá að fiskifréttum, ef allt gengur að óskum, þá erum við nú á okkar síðasta holi og er ætlunin að koma með sem ferskasta afla að landi, verður þá allur afli kældur á landleiðinni. Hífðum við eftir hádegið í gær og reyndust vera 400 tonn í sekknum, ekki gekk holið þar á undan eins vel. Áttum við í mesta basli við að hífa trollið inn á tromlu, var þetta það þungt í að kapteinninn mátti keyra vel á því til að reyna lyfta pokanum upp svo hægt væri að hífa. Tókst það að lokum og komum við pokanum á síðuna og hófst dæling, sem gekk ágætlega í byrjun en varði því miður allt of stutt. Steinsökk pokinn og ekkert gekk, endaði með því að eitthvað lét undan, slitnaði stertinn og kranavírinn fyrir fiskidæluna fór sömu leið, en sem betur fer hélt kraftblökkin þessu. Endaði þetta með því að pokinn sprakk, kannski lán í óláni?, og náðum við honum upp með dælunni og öllu saman, má segja að þetta endaði betur en á horfðist, því ekkert grín hefði verið ef poki með nemum, dælu og fleira hefði farið í sjóinn. En það sem við náðum að dæla voru einhver 60-80tonn.

 Jón KjartanssonLöndun úr Jóni Kjartanssyni þann 16. apríl sl. (dagsetning á mynd er kolröngSmile)

Þar til næst.

Kv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að þetta mjakast.  Við tökum því bara rólega í slippnum.

vellarinn (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 16:53

2 identicon

Best að taka áskorun frá eiginmanni og kvitta fyrir 

Hlakka mikið til að fá þig heim elskan

Bið að heilsa öllum

Marzenna (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 17:08

3 identicon

Það er ekki nó að biðja menn að kvitta og hætta síðan skriftum eða hvað

Jón Sendiherra (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 11:11

4 identicon

Segðu Jón sendiherra, ritstjórinn fór í frí og það er enginn sem skrifar á meðan!!!!!!!!!!!!!! vítavert kæruleysi

Ritstjórinn sem er í fríi (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband