Leita í fréttum mbl.is

2. síldar/makríll túr

Jæja góðir lesendur, héðan af okkur sullamönnum er svo sem allt fínt að frétta, erum byrjaðir á okkar öðrum túr á síld og makríl, var tekið smá helgarfrí eftir fyrsta túrinn þar sem ekki þótti ráðlegt að byrja of skart eftir svo langt stopp hjá okkur. En þess má geta að við lönduðum um 1000 tonnum af makríl og 860 tonnum af síld eftir fyrstu veiðiferðina. Þegar hér er komið við sögu erum við búnir að taka tvö hol og aflinn 500 tonn, eitthvað er nú rólegt yfir þessu eins og er, en horfum við björtum augum á framhaldið.

Stór makríll

Þessi slæddist með í fyrsta holinu, er þetta með þeim stærri makríl sem maður hefur séð og vó hann alls 890 grömm.

Svo var það þessi hér

???

sem kom líka með í trollið, og eru nú sterkar kenningar um hvaða fisktegund hér sé um að ræða, kannski einhverjir glöggvir blogglesendur þarna úti geta komið með svarið?

En þá að allt allt allt öðru, eða það sem lífið snýst um þessa dagana, og ekkert hefur verið rætt um hér á síðunni, þ.e.a.s. Há Emm. Eru nú tréklossaþjóðin komin í úrslit og mæta þar annað hvort spanjólunum eða nasistunum. En leika tvö síðastnefndu liðin einmitt í kvöld og er kominn smá spenningur í mannskapinn. Mig persónulega langar að sjá Holland og Spán í úrslitum en það kæmi ekkert á óvart að synir Hitlers taki þetta og fari alla leið, hafa þeir spilað einn besta boltann á mótinu og eru snöggir að refsa mönnum. Kemur allt í ljós í kvöld.

Þar til næst.

Kv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki hrossamakrill?

Björgvin (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 11:58

2 identicon

Brynstirtla aka Hrossamakríll

Dannerinn (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 04:35

3 Smámynd: Jón Kjartansson SU-111

Jújú, þetta passar hjá ykkur, hér er um að ræða hrossamakríl.

Jón Kjartansson SU-111, 11.7.2010 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband