Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Á landleið í blíðu

Lagt var af stað heim á leið í morgun með 2200 tonn af fallegri síld. Fundum góðan blett í fyrrakvöld sem gaf ágæta veiði fengum 350 og 400 tonna höl eftir 4-5 tíma tog og enduðu í  morgun á 250 tonnum og lögðum af stað heim, en 630 sml eru til Eskifjarðar. lendum væntanlega í brælu á morgun samkv veðurspá sem gæti tafið eitthvað fyrir, en ættuð að vera heima á laugardag.

Í gærkvöldi var spilað í ensku deildinni og ekki voru allir jafn glaðir eftir leikina. Doddi og Bjarni glöddust yfir sínum mönnum en Arsenalmenn voru MJÖG svekktir eftir jafnteflið við biblíuklúbbinn Tottenham. Bjarni veifar Aston Villa könnunni mikið þessa daganna og í tilefni að góðu gengi Villa er mynd hér að Bjarna með forlátu könnuna sína. Stefán tróð sér með á myndina en er ekki með sína könnu enda hefur hann lítið drukkið og borðað í þessum túr, sést af og til naga eina og eina peru eða epli. Menn eru að ímynda sér að kreppan komi verr við íbúa Kongó en annarra .W00tSickLoLBjarni og Stebbi


Rólegt yfir veiðum en mikið að gera á textavarpinu

Það er lítið að ske á síldarmiðunum hér við norsku línuna, erum komnir með 1050 tonn og erum núna að leita. Veðrið hefur verið sæmilegt en samt er búið að vera talsverður veltingur enda þungur sjór.

Eftir því hefur verið tekið hér um borð að Doddi og Bjarni eru alltaf á textavarpinu að ath og sýna öðrum hér í áhöfn hver staða þeirra liða er, en Doddi formaður Liverpool klúbbsins hér um borð er mjög ánægður með sína menn, enda í efsta sæti. Þá er Bjarni alltaf að ath hvort Aston Villa sé ekki ennþá í 5 sæti á milli Arsenal og Man Utd. Guðni Þór hefur ekki enn farið i Man Utd peysuna en Stebbi bauð honum að lána honum Everton könnuna á sunnudag en án árangurs.Flottur


Það er eitthvað

Hér var kastað trollinu í gær um hádegi og erum við búnir að taka 3 hol og komnir með 750 tonn og erum að toga .  kv SU111

Á útleið í norð-austur átt.

Kl 2200 í gærkvöld farið úr höfn og freista skal gæfunnar í Síldarsmugunni eða á Jan Mayen, fyrir eru þar nú Aðalsteinn og Ingunn en við og Lundey á leiðinni, engar fregnir að veiðum enn.

Á landleið

Lagt var af stað heim á leið kl 0800 í morgun með ca 2300 tonn af síld. Veiðiferðin hefur tekið um 10 daga þegar í höfn verður komið annað kvöld. Ekki var mikið af síld á miðunum og þurfti oft að leita á milli kasta. Þó fengust ágæt hol það stærsta var 450 tonn. Í túrnum var verið að prufa nýtt troll frá Egersund með 6 kant möskvum og reyndist það vel. Þá var settur nýr sónar frá Furuno í skipið í slippnum um daginn og er það mikill munur á og gamla tækinu sem var.

Kv Áhöfnin á SU-111

 


er að klárast

þá er ekki mikið eftir eð svo sem 250-300 tog er vonast til að það hafist í næsta holi en við erum að leita núna en það er bara að vera bjartsýnir en ekki mála skrattann á veggin en menn gera það yfirleitt ekki .  kv áhöfnin á SU111.    Cool

erum að leita

Hér er búið að taka ein 3 hol frá því síðast var skrifað  eitt 250, 270 og 150 tonn og er komið rúmlega í kælinguna og þá ætti að fara að styttast í þessum túr en annars er lítið að frétta hér norður í höfum og biðjum að heilsa í bili .  kv SU111

það er síld

Já það er síld í gær vorum við að leita en þessi fiskur er góður í að láta sig hverfa en svo var kastað í nótt og híft aftur í dag eitthvað um 270 tonn en í fyrradag voru hífð 250t svo þetta er ekki lélegt svo vonum við að það fari að skána aðeins í sjóinn því það er búið að vera kalda fýla undanfarið.  kv áhöfnin á SU111.

Erum komnir á sjó

Það var farið á þriðjudag og stefnan tekin norður á við á síld og erum búnir að taka tvö hol annað 250 og 400 tonn og eru allir sáttir við að vera komnir á sjó.kv SU 111.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband