Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Í höfn

Vegna lélegrar veiði í kolmunanaum tekin pása um óákveðinn tíma, farið verður í vinnu við ljósavél upptekt og rafall lagaður. Á síðuna verður bara skrifað þegar eitthvað fréttnæmt er og til að segja frá. Bestu kveðjur Áhöfnin á J.K.

Skipin farin að tínast í land

Nokkur skip farinn að dóla heim á leið vegna aflaleysis, ekkert fundist sem getur gefið veiði, skipin hífðu í gær 20-100 tonn þau sem voru að toga. Fiskurinn virðist dreifður mjög og ekki í veiðanlegu ástandi. Olíuverð í sögulegu hámarki og þarf afli að vera góður til að veiðar standi undir sér.

Annað, hér er búið að þrífa skipið hátt og lágt inni og úti, hefur það gengið vel í blíðunni. Viktor og Óðinn eru búnir með nokkra sápubrúsa, en þeir fara mikinn í þrifunum nábúarnir úr Svínaskálhlíðinni, smá deilur komu upp um hver ætti að þrífa hvað, en Viktor leysti það með tilþrifum.

Ef fer sem horfir verðum við í landi um 1800 í dag og bíðum frétta af því hvort kolmuninn sjáist aftur í veiðanlegu magni.


Leit

Nú er allur flotinn að leita og lítið að frétta, bátarnir hífðu flestir í gær 100-150 tonn eftir löng höl. Ef ekkert finnst eða fréttist í dag stoppa skipin örugglega, olíuverð leifir ekki leit í marga daga.

Fyrsta hol

gaf ekki mikið aðeins 250 tonn eftir langt tog, litlar fréttir virðast vera almennt af kolmunaveiði, fiskurinn dreifður.


Kastað á miðnætti

Vörpunni var kastað miðnætti vestur af Færeyjum, erum nú 35 sml vestur af Suðurey. Blíðu veður  og mikið af skipum hér Rússar Færeyingar og Íslendingar. Erum núna á skiljusvæði þannig að notuð er fislkaskilja til að flokka fisk frá ef einhver er.

Í landi kl 0200 í nótt

Verðum í landi kl 0200 í nótt afli ca 2150 tonn, mikil blíða búin að vera í þessum túr. Í gær grillaði kokkurinn og lukkaðist vel enda matgæðingurinn Doddi hans hæri hönd. Hafa menn haft á orði að einstaklega gott hafi verið á milli þeir frænda í túrnum. Mynd sett inn af þeim frændum og af grillaranum mikla . Bjarni Myndir Sævar 004bambarnir er kominn heim úr golfferðinni til Spánar og Sigurjón sólarfari er farinn í sína fyrstu ferð á árinu til Benidorm, reikna menn með 3-4 ferðum  í ár hjá honum fer síðan til Tyrklands í águst.

 


Allir dagar eins hér

 Nema kannski þegar að matarborðinu kemur, þá alltaf einhver tilbreyting hjá mannskapnum, í hádeginu voru hamborgarar að hætti hússins og voru flestir í mat, þó sást ekki til Dodda og þótti það frekar skrítið. Hefur hann nauðað talsvert í frænda sínum Sævari um að hvort ekki væri kominn tími til að setja stóra hlóðarpottin á kabyssuna og skella kindakjöti í og mauksjóða. En Sævar hefur ekki látið undan og Eyvindur hefur ekki enn verið borinn á borð í þessum túr. En í gær héldu Reykvíkingarnir í Útsvarinu að það væri Sæmundur í sparifötunum, merkilegt að gáfumennið Gísli Marteinn, og kennarinn og þingkonan skildu ekki vita betur. Jæja hvað um það 300+ í gærkvöldi og lagt verður af stað heim í kvöld.

Þolinmæðisvinna í sól og blíðu

Hífðum 300 tonn í gærkvöldi og kastað á sama, ennþá sama góða veðrið hér, og fóru Stebbi og Sævar á rúntinn í gær á léttbátnum og tóMyndir Sævar 057Myndir Sævar 046ku myndir, tvær myndir settar hér með. Því hefur verið fleygt að við leggjum af stað heim á leið annað kvöld.

Sama góða veðrið og sviðað fiskirí

Hífðum í gærkvöldi 350 tonn, og erum að toga á svipuðum stað og í gær. Sól og blíða og mikill hiti úti og inni.DSC03075 Og til gamans sett betri mynd að fyrsta Jóni Kjartanssyni, en svona leit hann út.

Blíðu veður en lítil veiði

Erum nú staddir við suðurkantinn á Munkagrunni, sem er beint suður úr Færeyjum. Veðrið getur ekki verið betra sól og blíða, og er Óðinn Leifsson orðinn fallega brúnn eftir mikla legu í sólabaði. Nú er togað lengi og lítið annað að gera en að liggja í sólbaði og borða grillsteikur að hætti kokksins. Í gærkvöldi hífð 380 tonn og í fyrradag 140, lengi togað. Að sögn lestarstjórans 850 tonn í skipi.Ps það náðist að mynda skipstjóran og Óðinn er þeir voru að viðra sig.Þeir frændur óðinn og GretarÞrandur í Götu


Næsta síða »

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband