Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Gulldepla (kreppukríli)

Verið er að útbúa á Gulldeplu, og hugmyndin að sigla á morgun, komið var í land fyrir helgi og farið var á þorrablót sem var hin besta skemmtun.

Fuglafjörður.

Komum hér inn um miðjan dag á fimmtudag vegna veðurs, náðum einu holi áður en brældi 200 tonn. Losuðum hér og erum að fara að dóla aftur út núna  veðrið eitthvað að ganga niður. Mjög vont veður hér í nótt og þurfti að kalla út mannskap til að binda betur. Vindur sást fara í 37 m/s.

Mikill veltingur í dag

Farið var úr höfn um kl 10 í gærkvöldi eftir að brytinn hafði boðið upp á glæsilega brauðtertu og marzipantertu, í tilefni þess að skipstjórinn átti afmæli. Í dag hefur ferð gengið rólega enda foráttu veður búið að vera síðan komið var út úr firðinum. NA 20-30 m/s. Væntanlegur komutími á miðin um hádegi á morgun. Landað var 2370 tonn af Svartkjafti.

Á landleið með fullfermi af kolmuna

Lögðum af stað heimleiðis í morgun. Tekin voru 5 höl og er afli um 2350 tonn. Verðum væntanlega heima seinnipart á morgun. Erum nú að nálgast Færeyjar og ætlum að sigla  í gegnum Vestmannsund. Leiðinda veður er búið að vera í morgun, en með því að fara svona fáum við skjól í 60 sml og veður gengur niður í nótt.

Góð kolmunaveiði

Það er búin að vera fínasta veiði siðan við komum hér 400-500 tonn í hali eftir 6-10 tíma tog. Erum núna að dæla hali no 4. Erum suður undir Skosku línunni beint suður af Færeyjum. Veður hefur verið gott miðaða við árstíma. Bestu kveðjur gamlingjarnir á SU-111.


4, jan 2009 haldið til kolmunaveiða

Um miðnætti var farið úr höfn og haldið  til kolmunaveiða sunnan við Færeyjar, frést hefur að einhverri veiði á þeim slóðum og skal gæfunnar freistað þar í byrjun árs.


Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband