Leita í fréttum mbl.is

Gulldeplan skal það vera.

Jújú, þá erum við hættir á kolmunna í bili og er stefnan tekin á gulldepluna. Arfaslök veiði hefur verið eftir að við komum á miðin eftir bræluna og segja gárungarnir að það séu einungis 150 tonn í lestum skipisins. Virðist svo vera að svartkjafturinn hafi synt sína leið yfir í skosku, en þess má geta að 3 íslensk vinnsluskip eru enn á miðunum og freista þess að ná einhverju í vinnsluna, eru það Aðalsteinn Jónsson SU, Guðmundur VE og Hákon EA.

Við tókum okkur landfestu í Torshavn á meðan brælan gekk yfir. Fórum við á bæjarrölt á laugardagskvöldinu og kíktum á lífið. Var ákveðið að skella sér inn á bar sem heitir La Terasse og styrkja gott málefni, en þar var einmitt styrktartónleikar fyrir íbúa á hamfarasvæðinu á Haíti, og komu fremstu tónlistarmenn Færeyinga þar fram. Var það mjög svo góð skemmtun hjá frændum okkar Færeyingum. Héldum við svo til hafs á ný miðjan dag á sunnudeginum eftir smá viðgerðir aftur á gálga, tóku menn eftir í þann mund er verið var að sleppa landfestum að kapalbyssan var að brotna niður og þurfti nú að gera við það áður en verra hlytist af.

 Torshavn

Séð yfir smábáta höfnina í Torshavn.

Ekki veit ég nákvæmlega hvenær við verðum í landi en verður það líklega ekki fyrr en í nótt.

Þar til næst.

Kv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband