Leita í fréttum mbl.is

Það gengur þokkalega

Erum búnir að taka 4 hol og erum komnir með á milli 1300-1400 og erum að toga núna og er Aðalsteinn með trollið núna en það var stutt dregið í dag eða 3 tímar og 250 tonn í sem er bara nokkuð gott og eru menn nokkuð sáttir en sögu að það mætti vera aðeins meira í en það kemur eða það vonum við.  kv J K.DSC03338DSC03300

Það er smá nudd

Erum nú að par trolla með Alla Jóns SU og gengur það þokkalega erum komnir með 840 tonn mest af því er makríll og hér hefur verið lítið skrifað síðustu daga en er von á bótum í því efni og voru sendir tveir kallar yfir í Alla til að sjá hvernig þetta færi fram og það kom einn frá þeim til okkar og eru allir orðnir nokkuð vissir á þessu öllu annars eru allir í góðum gír eða það sýnist svona fljótt á litið.  kv áhöfnin á Jóni Kjartans.Bíða mjög spenntirAðalsteinn Jónsson

það er lélegt núna

Já það er búið að vera mjög dræmt hjá okkur eða bara ekki neitt erum núna að sigla inn á Eskifjörð með litlar 100 lestir og svo er bara að bíða og sjá til hvað verður gert en ástandið er ekki nógu gott en það hljóta að koma bjartari tímar eða það vonum við.  kv áhöfnin á Jóni Kjartans.

Búnir að kasta

Jæja þá er búið að kasta trollinu og erum við komnir þar sem hin skipin eru að trolla fyrir síld og nú er bara að vera bjartsýnir en í nótt var kastað og híft aftur í morgun og árangurinn var ekki til að hrópa húrra yfir en vonum að það breytist .Smile

Lítið að hafa

Þá er búið að taka eitt hol og var árangurinn ekki mikill eða 100 tonn og erum að leita og svo var farið í að breyta DSC03280DSC03281skvernum í hlerunum en það er ekki gott að eiga við það en það hafðist og eru menn nú að setja sig í stellingar fyrir framan sjónvarpið og taka einn leik.  kv áhöfnin á Jóni Kjartans.

Komnir á miðinn

Þá er búið að kasta trollinu og hér er mjög gott veður og eitthvað að sjá og þá er bara að vona að við fáum eitthvað.

Á sjó

Erum að fara út með morgninum að reina við síld og makríl og vonum að það gangi vel og við setjum inn myndir og smá texta þegar það hentar.m2


komnir í land

Það var tekin stefna á fjörðinn í gærkvöldi og komum við inn um tvö í nótt svo er bara að bíða sem verður vonandi sem fyrst.kv áhöfnin á Jóni Kjartanssinni.

Ekkert að sjá

þá er búið að fara nokkuð austarlega og hringinn í kringum þórsbanka hólfið og hvalbaks hallið en það er bara ekkert að sjá ekki uggi og þá er að bíða frétta úr landi hvað eygi að gera . 

Erum að leita

Nú er verið leita að kolmuna á svæðinu milli Íslands og Færeyja og er lítið að sjá eða ekkert og er ekki að treysta á guð og lukkuna eins og einn maður sagði  en við bara vonum það besta annars er bara að fara í land aftur .

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband