Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Fréttir

Jæja gott fólk, þá er þessum túr að ljúka hjá okkur og verðum við staddir á Eskifirði ekki seinna en í kvöld og mun þá Tandrabergsmenn strax hefjast handa við að landa þessum agnarsmáa fiski sem gulldeplan er, mun það taka u.þ.b. einaklukkustundtuttuguþrjármínúturogfjörutíuogsjösekúndur, ef mér skjátlast ekki, að dæla þessu í land, sem sagt, aflinn er ekkert til hrópa húrra yfir. Var mjög rólegt á miðunum í þessari veiðiferð og aflinn eftir því. Messafréttir herma að við höfum átt hátt í tvöþúsundtonna pláss eftir í bátnum er við settum í klárinn og brunuðum austur með landi. Sel það ekki dýrara en ég stal því. Reiknað er með að taka ís í fyrramáli áður en lagt verður aftur í hann, enda ekki vanþörf á þar sem tveir mestu ískallar norðan suðurskauts munu stíga um borð í næstu veiðiferð, höfum ekki fleiri orð um það.

En að öðru, maður er ekki maður með mönnum, eða á kannski að segja þetta er ekki bloggfærsla með bloggfærslum, nema maður nefnir sjómannaafsláttinn, læt ég þetta duga um hann þar sem ég ætla ekki að fara slíta lyklaborðinu meira en þarf í einhverja djöfulsins vitleysu um það sem ráðamenn landsins ætla sér. Lifi sjávarútvegurinn, húrrahúrrahúrra.

Þar til næst.

kv. Jón Kj.

Svenni H.


Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband