Leita í fréttum mbl.is

Skipin farin að tínast í land

Nokkur skip farinn að dóla heim á leið vegna aflaleysis, ekkert fundist sem getur gefið veiði, skipin hífðu í gær 20-100 tonn þau sem voru að toga. Fiskurinn virðist dreifður mjög og ekki í veiðanlegu ástandi. Olíuverð í sögulegu hámarki og þarf afli að vera góður til að veiðar standi undir sér.

Annað, hér er búið að þrífa skipið hátt og lágt inni og úti, hefur það gengið vel í blíðunni. Viktor og Óðinn eru búnir með nokkra sápubrúsa, en þeir fara mikinn í þrifunum nábúarnir úr Svínaskálhlíðinni, smá deilur komu upp um hver ætti að þrífa hvað, en Viktor leysti það með tilþrifum.

Ef fer sem horfir verðum við í landi um 1800 í dag og bíðum frétta af því hvort kolmuninn sjáist aftur í veiðanlegu magni.


Bloggfærslur 17. maí 2008

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband