Leita í fréttum mbl.is

Ágætis veiði hjá köllunum

Já það var eins og við manninn mælt, er þeir félagar Kári og Ægir fóru að sýna okkur smá miskunn eftir mikinn brælublús um helgina, fór Korlákur svartkjaftur að gefa sig, var ákveðið að nú skildi fram sækja og vera snöggir að safna í bátinn, hafa starfsmenn í brú staðið sig með ágætum í þeim málum. Liggja 2000 tonn í valnum eftir þennan sóknarleik, má líkja þessu við leik minna manna, Liverpool, er þeir fengu Real Madrid í heimsókn í gærkvöldi, var það algjör smánum þar á ferð. Efast ég ekki um að risið sé býsna lágt, ef það er þá eitthvað, á Madrídarbúum þessa stundina, verður gaman að heyra hvað meistari Kristinn R. Ólafsson les úr spænsku pressunni.

Þangað til næst, verið þið sæl og blessuð.

Jón Kj.

SVH


Bloggfærslur 11. mars 2009

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband