Leita í fréttum mbl.is

Haldið til hafs og gleðilega páska.

Mætt var til skips kl 1300. Komu þá tveir góðir gestir um borð frambjóðendurnir Tryggvi Þór annar, og Jens Garðar sjötti. Var þeim boðið upp á kaffi, héldu þeir síðan smá tölu yfir mannskapnum, sem fór misvel í menn, sumir urðu æstir mjög en flestir voru rólegir. Frambjóðendur mættu gera meira af því að koma um borð í skip og ræða við menn, jú því skip er víst vinnustaður.

Stefnt er á kolmunamið suðvestur af Færeyjum og áætluð lending þar eftir hádegi á morgun. Deilt hefur verið út páskaeggjum á mannskapinn, og þóttu þau frekar í minni kantinum, eða no 5. Sumir höfðu reyndar með sér egg til öryggis, og heyrst hefur að Doddi og Grétar væru með þau stærstu sem framleidd eru fyrir þessa páska.

Gleðilega páska


Bloggfærslur 11. apríl 2009

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband