Leita í fréttum mbl.is

Þá er þessi reiðileysistúr á enda.

Allt tekur nú enda og er þessi túr engin undantekning með það. Hefur þessi túr einkennst af brælum og svo leit og aftur leit. Tók svartkjafturinn á það ráð að hverfa af alþjóðlega hafsvæðinu og var flotinn ósigrandi marga daga að reyna þefa hann uppi, en allt kom fyrir ekki og ekki fannst kolmunninn svo mest allur flotinn er farinn í land, má segja, "sigraður".

Lítið fer fyrir aflanum hjá okkur, en segja lestarstjórar skipsins að um 350 tonn séu innanborðs, fór þó nokkur hluti af því í vinnsluna hjá okkur sem skrifað var um í síðustu færslu. Fer nú ritstjóri í frí í næsta túr, hvenær sem af honum verður en reikna má að eitthvað verði stoppað, koma menn í mann stað og leysa ritstjórann af. Vill ritstjórinn nota tækifærið og óska lesendum síðunnar og sjómönnum öllum gleðilegra páska.

Þar til næst.

Kv. Jón Kj.

SVH


Bloggfærslur 2. apríl 2009

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband