Leita í fréttum mbl.is

Síðasta hol

Já það kom loks að því að kallið kom úr landi, eigum við að vera við bryggju í kvöld, erum við því á okkar síðasta holi. Veiðarnar hafa nú gengið hálf rólega hjá okkur í þessum túr, höfum við verið að leita að síld og virðist vera að litla síld sé að finna, en aftur á móti er nóg af makrílnum og það um allan sjó. Er aflinn um 1550 tonn hér um borð, fengum að vísu ágætt í dag, líka að borða (kem að því síðar), og hífðum +350 tonn af hreinnri síld.

Koma hér nokkrar myndir úr túrnum og látum þær tala sínu máli.

Í þoku

Út úr þokunni líður kynjamynd.........

1.vélstjórinn

1.vélstjóri og undirritaður að smíða fyrir stýrimanninn frá Kongó.

Yfirvélstjórinn í afslöppun

Á meðan var yfirvélstjórinn í andlegri hugleiðslu, nei fyrirgefið þið, það voru fréttir í útvarpinu....

Grillmeistarinn

Kokkurinn grillaði handa mannskapnum/skepnunum í dag...

Garðurinn

...og tóku menn vel til matar síns.

 

 

Þar til næst.

Kv. Jón Kj.

SVH


Bloggfærslur 11. júlí 2010

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband