10.1.2010 | 23:46
Önnur færsla ársins....
...þó fyrr hefði verið, en síðuritari hefur verið undir mikilli pressu frá sumum skipverjum að koma með blogg, þetta gangi ekki svona, taka að sér þetta mikilvæga hlutverk sem bloggið er og ekkert gerist síðan, túrinn farinn að síga á seinni hlutann og bara ein færsla komin og engar fréttir. Var síðuritari búinn að peppa sig upp framan við tölvuna og ætlaði aldeilis að koma með fréttir, en kvissbassbúmm, enginn veraldarvefur til staðar, en horfir þetta nú allt til betri vegar eftir mikla leit að vefnum.
Það sem á daga okkar hefur drifið undanfarið er að veiðarnar fóru rólega af stað hjá okkur, byrjuðum við að fá ein 200 tonn í fyrsta hali, og svo aftur 200 næsta dag og þriðja daginn endurtókum við leikinn enn einusinni og snöruðum 200 tonnum inn fyrir. Af því tilefni að 600 tonn voru komin um borð og nærri ár og aldir liðnar að svo mikill afli hefur verið í skipinu ákvað yfirbrytinn að slá til veislu, dró hann fram grillið og dustaði mesta rykið af því (afgangnum brenndi hann af). Grillaði hann þessar fínu svínasteikur og er óhætt að segja að þar var engin svínaflensa 2009 á ferð.
Nýja árið leggst eitthvað þungt í toppstykkin hjá okkur, er einhver mikill hausverkur þar á ferð, en bæði höfuðlínustykkin okkar hafa bilað í túrnum, hafa þau verið send bæði til sálfræðings og geðlæknis en ekkert gerist. Voru þeir þá á syninum okkar svo góðfúsir að lána okkur eitt stykki og hefur það sko aldeilis ekki brugðist. Spurning um hvort hægt væri að nota það til að skoða í toppstykkin þarna í HSA.........? Kunnum við strákunum á Allanum bestu þakkir.
Í gær, laugardag, fengum við svo tilkynningu um að von væri á gestum til okkar, var þar á ferð skipverjar af Ejnar Mikkelsen, varðskipsmenn hennar hátignar Margrétar Danadrottningar. Vildu þeir endilega koma og kíkja á bókhald, veiðarfæri, öryggisbúnað og fleira hjá okkur. Var nú híft svo þeir gætu framkvæmt mælingar á pokanum hjá okkur og viti menn, komu 300 tonn upp úr honun. Að sjálfsögðu stóðust allar stærðir og mælingar á veiðarfærum og ekkert fannst að bókhaldi hjá okkur eins og vísa ber.
Varðskipsmennirnir komnir að skipshlið....
.......og alla leið uppí brú
Kokkurinn eldaði haugskítuga hammara í hádeginu í dag með frönskum og alles. Djúpsteikingarpotturinn var ekki alveg sáttur með fröllurnar sem hann fékk ofan í sig og tók upp á því að æla svo flæddi út um hólf og gólf. Við nánari skoðun kom í ljós að utan á frönskupokanum stóð "Made in Holland". Var svo híft er menn voru búnir að liggja vel á meltunni og pumpuðum 300+ tonnum í bátinn. Voru svo gerð góð skil á sunnudagasteikinni, var þar afturhásing af fjárbúnaði á borðum, skolað niður með blöndu minni og blöndu þinni, og svona til að fylla upp í öll hólf örugglega, gæddu menn sér á frosinni rjómablöndu með tilheyrandi útí á eftir.
Þar til næst.
kv. Jón Kj.
SVH
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.