Leita í fréttum mbl.is

BRÆLA

Já sælt veri fólkið, eins og fyrirsögnin ber með sér, þá er búið að vera bræla hjá okkur alveg síðan við fórum út. Var slegið í klárinn á fimmtudagskvöld eftir hreint sagt mjög svo langa löndun hjá okkur. Var eins og kolmunninn vildi engan veginn koma uppúr lestum skipsins og engu líkara nema honum hafi líkað það vel við sérvalda meðferðina sem hann fékk hjá kælimeisturum skipsins. Herma fregnir að sjaldan eða aldrei hafi komið eins ferskur kolmunnaafli til Eskifjarðar, hefur þetta sett gæðastig á hærra plan, flokkast þetta í hágæðamjöl++.

Liggjum við nú í vari við Færeyjar og bíðum af okkur mesta óveðrið, svona til glöggvunar set ég inn myndir af útsýninu sem kapteinninn hafði í dag á leið yfir hafið, ekki eru gæðin góð þar sem ekki þótti ráðlegt að opna glugga né fara út til að smella af myndum, eru þær teknar út um brúargluggann.

Bræla

 

Fjórir ferskir menn komu um borð nú og fjórir fóru í land, náðist mynd af tveimur þessum fersku í dag og voru þeir komnir í sínar hefðbundnu stellingar fyrir komandi átök. En auk þeirra kom Óðinn Leifs og Atli Eskfirðingur um borð. Bjóðum við Atla sérstaklega velkominn.

Eitthvað er nú dagsetningin á myndunum í einhverju rugli en er myndasmiður búinn að kippa því í laginn. Þeir sem fóru í land voru Hjálmar yfirstýrimaður, Doddi maskínustjóri, Bjarni lestarstjóri og aldursforsetinn hann Sjonni, lenti sá síðast nefndi í því leiðinda atviki í byrjun síðasta túrs að slasa sig, lét hann ekki þar við sitja heldur kláraði túrinn eins og ekkert hefði ískorist, kom í ljós að kappinn var puttabrotinn, sendum við honum bestu bata kveðjur.

Þar til næst.

Kv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sexy mynd af þeim félögum , ekki táfýla þarna á ferðinni,, báðir hrjótandi yfir fréttunum

Hafsteinn (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband