12.8.2008 | 04:58
Mæra og mæra og aftur mæra!!!!!
Jæja, þá erum við búnir að taka tvö hol í röð, já þessir yndislegu menn á syninum voru það góðir við okkur að leyfa okkur að kasta okkar trolli aftur eftir að það var híft í fyrrinótt þar sem þeir voru með nóg af hráefni í vinnslutönkum. Pumpuðum þá 450 tonnum í skipið og svo aftur í gærkvöldi 300 tonnum og að auki 100 tonnum yfir í Aðalstein til að fylla á tankana hjá þeim svo þeir yrðu ekki hráefnislausir. Eru þeir með sitt troll í faðmi Ægis eins og er. Er við vorum að toga í skotlínuna frá þeim til að tengja barkann hjá þeim var drátturinn óvenju þungur, hópuðust menn á línuna og toguðu af öllum sálarlífsins kröftum, kom þá í ljós að þessi óheyrilegi pakki fylgdi línunni, varð uppi fótur og fit hvernig ætti að ná honum inn fyrir lunningu, fóru menn að undirbúa sig við að slá stroffu utan um pakkann og hífa hann inn á stóra krananum, en að lokum náðist pakkinn innfyrir á mannshöndinni og telja menn að nú sé líkamsræktin komin fyrir þessa vikuna. Var nú pakkanum dröslað afturí og biðu menn spenntir hvað skyldi nú vera í honum, ráku menn upp stór augu er þeir litu ofan í hann, var hann ekki barmafullur af mæru svo að út úr flæddi og auk þess var einn banani og er það nú spurning hver átti að fá hann, kannski einhver þarna úti viti það?
Ákvað nú síðuritari að hann skyldi nú verða skiptastjóri þessa bús svo allir fengju jú jafnt, því öll dýr eru jöfn og þó svo að síðuritari hafi fengið þetta vald að skipta mærunni á milli manna bætti hann ekki við að sum dýr eru jafnari en önnur eins og svínin í Dýrabæ gerðu í þeirri stórgóðu bók eftir George Orwell.
Voru allir sáttir við sitt og öll dýr í skóginum vinir og viljum við þakka þessum miklu höfðingjum á Aðalsteini kærlega fyrir þessa frábæru sendingu. Eru menn farnir að velta því fyrir sér hvort að sameiginlegt heilsuátak sé um borð í Aðalsteini og menn lagst á eitt að fara í nammibindindi því sjoppan hlýtur að standa auð eftir þessa sendingu.
Mbkv. Skiptastjóri
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hefði nú ekki verið til skiptana ef Doddi hefði verið um borð, þetta er nú ekki einu sinni dagsskammtur hjá honum, trúi nú ekki öðru en að Yfirmússi hafi fengið 1 og 1/2 skammt miðað við hans venjulegu sykurþörf á degi hverjum.
Grétar Rögnvarsson, 12.8.2008 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.