Leita í fréttum mbl.is

Löndun afstaðin og nýr ritstjóri kominn til starfa

jæja þá er búið að dæla okkar fyrsta gulldeplufarmi í land og eru starfsmenn bræðslunnar í óða önn að búa til eins gott mjöl og mögulegt er úr þessum nýja veiðistofni. Eitthvað hefur verið rætt um á heimasíðum annarra skipa að mismikið vigtar uppúr skipum af gulldeplunni og tökum við einróma undir það, en við vorum með í 1350-1400 rúmmetrum en vigtaði aðeins 950 tonn uppúr skipinu svo þetta er að fara mjög blautt niður í lestar og ekkert hægt að lensa.

Gerðar voru smá endurbætur á trollinu á meðan löndun stóð og vonum við að þær muni skila sér vel en menn þurfa að leggja smá þróunarvinnu í þessar veiðar.

Bjarni, Stebbi og Doddi í góðum gír, hvaða sögu ætli Stéfán hafi verið að segja

Eftir að búið var að græja trollið og allar rennur komnar á sinn stað og stefnan tekin á gulldeplumið bauð kokkurinn uppá súpu og með því í hádeginu og voru sumir svo æstir í súpuna að þeir borðuðu beint uppúr pottinum!!!!Sigurjón gat ekki hamið sig

 

 

 

 

 En þá að nýja ritstjóranum, er þetta ungur Sveinn sem kemur úr nafla alheimsins, nánar tiltekið frá Húsavík og er gaman að geta þess að hann er yngsti áhafnarmeðlimurinn hér um borð þó hann nálgist fertugsaldurinn óðfluga og dragi þar með meðalaldurinn hér um borð langt niður. Lenti ritstjóri í skemmtilegu atviki er hann var á leið austur á Eskifjörð í gærkvöldi, snjókoma og skafrenningur var búin að vera alla leið og ekki skánaði veðrið er austar dróg og er komið var á N-Háreksstaðaleið bles kári stíft og sló í 17m/s og 10 stiga frost og skóf mikið, blasti þá við skrítin sjón á miðjum vegi, var þar engin önnur en Forsætisráðherrann hún Jóhanna sig í öllu sínu veldi, stoppaði nú undirritaður og tók tali af henni, tjáði hún mér að hún væri að kæla fákinn sinn sem hún var ríðandi á, því þvílík þeysireið hafði verið á henni og með áframhaldandi reið hefði fákurinn sennilega gefist upp. Var nú ritstjórinn það heppinn að vera vopnaður myndavél (þó ekki eins vel vopnaður og Forsætisráðherrann sjálf) og fékk að smella einni mynd af henni og óskaði henni velfarnaðar í nýju starfi áður en förinni var haldið áfram á Eskifjörð.

Jóhanna Sig. Jóhanna alveg svellköld uppá örræfum!!!!

Bkv. Sveinn hinn síungi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband