5.2.2009 | 14:14
Löndun afstaðin og nýr ritstjóri kominn til starfa
jæja þá er búið að dæla okkar fyrsta gulldeplufarmi í land og eru starfsmenn bræðslunnar í óða önn að búa til eins gott mjöl og mögulegt er úr þessum nýja veiðistofni. Eitthvað hefur verið rætt um á heimasíðum annarra skipa að mismikið vigtar uppúr skipum af gulldeplunni og tökum við einróma undir það, en við vorum með í 1350-1400 rúmmetrum en vigtaði aðeins 950 tonn uppúr skipinu svo þetta er að fara mjög blautt niður í lestar og ekkert hægt að lensa.
Gerðar voru smá endurbætur á trollinu á meðan löndun stóð og vonum við að þær muni skila sér vel en menn þurfa að leggja smá þróunarvinnu í þessar veiðar.
Eftir að búið var að græja trollið og allar rennur komnar á sinn stað og stefnan tekin á gulldeplumið bauð kokkurinn uppá súpu og með því í hádeginu og voru sumir svo æstir í súpuna að þeir borðuðu beint uppúr pottinum!!!!
En þá að nýja ritstjóranum, er þetta ungur Sveinn sem kemur úr nafla alheimsins, nánar tiltekið frá Húsavík og er gaman að geta þess að hann er yngsti áhafnarmeðlimurinn hér um borð þó hann nálgist fertugsaldurinn óðfluga og dragi þar með meðalaldurinn hér um borð langt niður. Lenti ritstjóri í skemmtilegu atviki er hann var á leið austur á Eskifjörð í gærkvöldi, snjókoma og skafrenningur var búin að vera alla leið og ekki skánaði veðrið er austar dróg og er komið var á N-Háreksstaðaleið bles kári stíft og sló í 17m/s og 10 stiga frost og skóf mikið, blasti þá við skrítin sjón á miðjum vegi, var þar engin önnur en Forsætisráðherrann hún Jóhanna sig í öllu sínu veldi, stoppaði nú undirritaður og tók tali af henni, tjáði hún mér að hún væri að kæla fákinn sinn sem hún var ríðandi á, því þvílík þeysireið hafði verið á henni og með áframhaldandi reið hefði fákurinn sennilega gefist upp. Var nú ritstjórinn það heppinn að vera vopnaður myndavél (þó ekki eins vel vopnaður og Forsætisráðherrann sjálf) og fékk að smella einni mynd af henni og óskaði henni velfarnaðar í nýju starfi áður en förinni var haldið áfram á Eskifjörð.
Jóhanna alveg svellköld uppá örræfum!!!!
Bkv. Sveinn hinn síungi
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund
- Ég hef verið kjaftaskur mikill
- Sjö með þriðja vinning í EuroJackpot
- Eldur kom upp í ruslagámi í Skeifunni
- Upphaf Covid19 líklega tengt leðurblöku
- Þetta er ógnvænleg staða
- Dagur kveður borgarstjórn
- Uggvænlegur undirtónn
- Vörubíll valt á hliðina
- Íbúar komnir heim á ný
Erlent
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
- Ákvörðun Trumps veldur titringi
- Viljum hvorki vera Danir né Bandaríkjamenn
- Tollahótanir Trumps vekja urg
- Mikill vindur gæti leitt til fleiri elda
- Viðurkennir ábyrgð og segir af sér
- Segir gagnrýnendur þurfa betri brellur
Viðskipti
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
- Breytti landslagi markaðarins
- Krísur eru álagspróf fyrir vörumerki
- Arion áætlar um 8,3 milljarða hagnað
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.