Leita í fréttum mbl.is

Sunnudagur til brælu og kokkurinn mótmælir

Já það er bræla hér á miðunum og er því trollið ekki í iðrum sjávar eins og er en við vonum að þeir félagar Kári og Ægir fari að sína okkur smá miskunn svo við getum rennt trollinu sem fyrst í hafið. Sleggjan dundi hvað eftir annað á pönnunni og uppskar mikil lætiÞess má til gamans geta að kokkurinn stóð í mótmælum í morgun, var hann hvorki að mótmæla seðlabankastjórum né ríkisstjórn, heldur var það veðrið sem hann mótmælti og var hann með ný áhöld til að berja á sem ekki hafa sést í mótmælum við Alþingishúsið né Stjórnarráð, var það veltipannan sem fékk að finna fyrir því hjá kokknum, glumdi það hátt í pönnunni að skipið lék á reiðiskjálfi. Eins og sést var hann ekki með nein vettlingatök við mótmælin.

En að öðru, gærdagurinn, var hann hinn ágætasti, hvort sem líður að veiðum eða fótbolta. Aston Villa, Everton og LIVERPOOL unnu sína leiki, en Kongóbúinn (Everton maðurinn) hoppaði hæð sína í loft upp, skoppaði og rúllaði eins og bolti fram og til baka af ánægju þegar Portsmouth komst yfir 1-0 gegn Liverpool, var nú Þorsteinn maskínustjóri og jafnframt formaður Liverpools klúbbsins hér um borð alls ekki ánægður með þau uppátæki hjá Kongóbúanum og jós yfir hann ýmsum skammaryrðum sem ekki er hafandi eftir hér á veraldarvefnum, átti hann það vel skilið.

Við pumpuðum um 400 rúmmetrum af deplunni góðu í lestar skipsins í gær og telst því vera komið um 750 rúmmetrar í skipið.

Verið að horfa á boltann

 

 

Er dagurinn í dag búinn að vera mjög rólegur hjá okkur, við reynum að láta fara vel um okkur hér í veltingnum og erum búnir að horfa á fótbolta mest allan dag, en kapteinn Grétar var ekki alveg sáttur með sína menn, Arsenal, er þeir gerðu jafntefli við Tottenham 0-0

Að sjálfsögðu kom rétt svar við gátunni og var það enginn annar en Eiður yfirveitustjóri á Margrétinni sem kom fyrstur með svarið.

Mbkv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér er spurn...., á hvaða tungumáli fóru mótmælin fram hjá Sigurði?

Eddi Gjé. (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband