Leita í fréttum mbl.is

Á Eskifjörð stefnum vér

Þá erum við komnir á landstím, hífðum við á fimmtudagskvöld og fylltum á það sem vantaði, var kominn kaldaskítur er híft var og vinnuaðstæður all erfiðar úti á dekki þar sem Ægir sýndi okkur mátt sinn hvað eftir annað. Eftir að búið var að gera sjóklárt og menn komnir inn hverjum sjóblautari eftir hvorum öðrum var fjölmennt í sturtu til að skola mesta saltið af sér. Skrúbbuðu menn bakið á hvorum öðrum og voru hin ýmsu mál skeggrædd á meðan. Barst talið m.a. að sjóböðum, sem virðast vera "inni" í dag, komumst við að því að þau eru bæði sál og líkama mjög holl, stunda menn þessi sjóböð m.a. í Nauthólsvík, en teljum við að þau séu mun hollari hér úti á rúmsjó en í fjöruborðinu.

En að allt öðru, er hér ein mynd að Guðrúnu Þorkelsdóttur, ex Jón Kjartansson, nú Lundey NS, sem ég tók árið 2006. Þarna vorum við á leið í land með barmafullt skip af kolmunna sem við fengum á Rockall. Mættum við henni og lánuðum þeim eitt stykki poka á trollið svona til vara vara ef illa færi hjá þeim. Er það eitt vandamálið þegar kolmunninn er veiddur hér í suðrænum sjó og verið er að hífa, að sprengja ekki pokann. Þarf mikla lægni við að ná honum réttum upp en ekki upp á endann. Þess má til gamans geta að allmargir Húsvíkingar starfa þarna um borð og hafa þeir m.a. hertekið vélarrúmið. Er þar er hæðst ráðandi Börkur Kjartansson fyrrum vinnufélagi minn, Guðlaugur Rúnar skólafélagi minn úr Vélskólanum, sjálfur heildsalinn Guðmundur Vilhjálmsson og síðast en ekki síst, gamli reynsluboltinn, Júlíus Jónasson, var hann lengi vel vélstjóri á Björgu Jónsdóttur ÞH. Sendum þeim og allri áhöfninni bestu kveðjur.

Guðrún Þorkelsdóttir

Einn úr áhöfninni á Lundey var um borð (nánast pottþéttur:)) er þessi mynd var tekin, spyr ég nú, hver er maðurinn?

Kv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur verið að þarna sé um að ræða Adda litla Dalvíking,"margur er knár þó hann sé,ekki hár í loftinu"!!!! 

Kongóbúinn (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 15:29

2 Smámynd: Jón Kjartansson SU-111

Það er mikið rétt hjá þér Stéfán, þetta er enginn annar en Addi stýrimaður, hefur hann komið hér og leyst af, fínn kall hann Addi.

Jón Kjartansson SU-111, 29.3.2009 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband