21.3.2009 | 04:23
Á Eskifjörð stefnum vér
Þá erum við komnir á landstím, hífðum við á fimmtudagskvöld og fylltum á það sem vantaði, var kominn kaldaskítur er híft var og vinnuaðstæður all erfiðar úti á dekki þar sem Ægir sýndi okkur mátt sinn hvað eftir annað. Eftir að búið var að gera sjóklárt og menn komnir inn hverjum sjóblautari eftir hvorum öðrum var fjölmennt í sturtu til að skola mesta saltið af sér. Skrúbbuðu menn bakið á hvorum öðrum og voru hin ýmsu mál skeggrædd á meðan. Barst talið m.a. að sjóböðum, sem virðast vera "inni" í dag, komumst við að því að þau eru bæði sál og líkama mjög holl, stunda menn þessi sjóböð m.a. í Nauthólsvík, en teljum við að þau séu mun hollari hér úti á rúmsjó en í fjöruborðinu.
En að allt öðru, er hér ein mynd að Guðrúnu Þorkelsdóttur, ex Jón Kjartansson, nú Lundey NS, sem ég tók árið 2006. Þarna vorum við á leið í land með barmafullt skip af kolmunna sem við fengum á Rockall. Mættum við henni og lánuðum þeim eitt stykki poka á trollið svona til vara vara ef illa færi hjá þeim. Er það eitt vandamálið þegar kolmunninn er veiddur hér í suðrænum sjó og verið er að hífa, að sprengja ekki pokann. Þarf mikla lægni við að ná honum réttum upp en ekki upp á endann. Þess má til gamans geta að allmargir Húsvíkingar starfa þarna um borð og hafa þeir m.a. hertekið vélarrúmið. Er þar er hæðst ráðandi Börkur Kjartansson fyrrum vinnufélagi minn, Guðlaugur Rúnar skólafélagi minn úr Vélskólanum, sjálfur heildsalinn Guðmundur Vilhjálmsson og síðast en ekki síst, gamli reynsluboltinn, Júlíus Jónasson, var hann lengi vel vélstjóri á Björgu Jónsdóttur ÞH. Sendum þeim og allri áhöfninni bestu kveðjur.
Einn úr áhöfninni á Lundey var um borð (nánast pottþéttur:)) er þessi mynd var tekin, spyr ég nú, hver er maðurinn?
Kv. Jón Kj.
SVH
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Getur verið að þarna sé um að ræða Adda litla Dalvíking,"margur er knár þó hann sé,ekki hár í loftinu"!!!!
Kongóbúinn (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 15:29
Það er mikið rétt hjá þér Stéfán, þetta er enginn annar en Addi stýrimaður, hefur hann komið hér og leyst af, fínn kall hann Addi.
Jón Kjartansson SU-111, 29.3.2009 kl. 01:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.