29.3.2009 | 01:53
Vinnslan í fullum gangi...
...þrátt fyrir þrálátar brælur og lítið sem ekkert fiskirí. Erum við búnir að vera á miðunum síðan á þriðjudagsmorgun og einungis höfum við bleytt í trollinu tvisvar sinnum á þeim tíma og hafa brælur verið að setja strik í reikning, höfum við verið að krussa um svæðið í allan dag, austur,vestur, norður og niður og enginn kolmunni sést á öllum þessum tæknivæddu tölvuskjám sem prýða brúna, fyrir utan þessa fjóra kolmunna sem syntu þversum undir bátinn að framanverðu klukkan 15:47 að staðartíma.
Þrátt fyrir aflaleysi hefur vinnslan gengið vel og má segja að nær allur afli sem komið hefur um borð farið í vinnsluna. Eru sjálfsagt margir að hugsa núna með sér sem lesa þetta hvaða bölvaða rugl þetta sé í ritstjóra síðunnar, vera að tala um einhverja vinnslu þar sem þetta er nú gúanóbátur og fiskar einungis í bræðslu, en nei nei, höfum við ákveðið að nú skuli fullvinna kolmunnann um borð og það allt niður í neytendapakkningar. Standa menn hér og flaka á fullu, er kolmunninn svo verkaður með sérstakri aðferð sem við kjósum að segja ekki frá, og loks þurrkaður. Er hann er orðinn vel hertur þá er honum pakkað allt niður í 100gr. neytendapakkningar. Bragðast þessi afurð okkar eins og besta sælgæti og er lítið betra en að fá sér svo sem nokkra bita til að narta í fyrir framan sjónvarpið. Er ætlunin að koma inn á harðfiskmarkaðinn með krafti og bjóða hertan kolmunna á verði sem ekki hefur sést áður í búðum, sem sagt algjört kreppuverð.
Hér sést Stéfán vera að hengja upp flökin og vildi hann koma því á framfæri að mikil not væru í grillinu sem þarna sést undir segli, gat hann notað það sem vinnuborð rétt á meðan var verið að hengja upp fiskinn.
Hér má svo líta á afurðirnar á ýmsum stigum ferilsins, ný búið að hengja upp og annað bíður eftir að verði pakkað.
Ef menn vilja leggja inn pöntun þá er bara um að gera skrifa í athugasemdir og við höfum samband.
Heyrst hefur að veiðin hér á Rockall sé búin og menn farnir að líta á "gráa svæðið" sem næsta viðkomustað, en ætla ég alls ekki selja það dýrara en ég stal því og fáið þið þetta algjörlega frítt. Eru menn orðnir "desperate" og heyrist muldrað í mörgum "we have to kill something"!!!
Þar til næst.
Jón Kj.
SVH
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvílik snilld! Vinnslustjórinn með fullt control á vinnslunni :)
Emmi (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 02:29
Eskfirðinga harður hér
hátíðlega góður.
Kolmunninn í kjaftinn fer
kreppu manna fóður.
hallgrímur gíslason (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.