Leita í fréttum mbl.is

Vinnslan í fullum gangi...

...þrátt fyrir þrálátar brælur og lítið sem ekkert fiskirí. Erum við búnir að vera á miðunum síðan á þriðjudagsmorgun og einungis höfum við bleytt í trollinu tvisvar sinnum á þeim tíma og hafa brælur verið að setja strik í reikning, höfum við verið að krussa um svæðið í allan dag, austur,vestur, norður og niður og enginn kolmunni sést á öllum þessum tæknivæddu tölvuskjám sem prýða brúna, fyrir utan þessa fjóra kolmunna sem syntu þversum undir bátinn að framanverðu klukkan 15:47 að staðartíma.

Þrátt fyrir aflaleysi hefur vinnslan gengið vel og má segja að nær allur afli sem komið hefur um borð farið í vinnsluna. Eru sjálfsagt margir að hugsa núna með sér sem lesa þetta hvaða bölvaða rugl þetta sé í ritstjóra síðunnar, vera að tala um einhverja vinnslu þar sem þetta er nú gúanóbátur og fiskar einungis í bræðslu, en nei nei, höfum við ákveðið að nú skuli fullvinna kolmunnann um borð og það allt niður í neytendapakkningar. Standa menn hér og flaka á fullu, er kolmunninn svo verkaður með sérstakri aðferð sem við kjósum að segja ekki frá, og loks þurrkaður. Er hann er orðinn vel hertur þá er honum pakkað allt niður í 100gr. neytendapakkningar. Bragðast þessi afurð okkar eins og besta sælgæti og er lítið betra en að fá sér svo sem nokkra bita til að narta í fyrir framan sjónvarpið. Er ætlunin að koma inn á harðfiskmarkaðinn með krafti og bjóða hertan kolmunna á verði sem ekki hefur sést áður í búðum, sem sagt algjört kreppuverð.

Kongóbúinn að hengja uppHér sést Stéfán vera að hengja upp flökin og vildi hann koma því á framfæri að mikil not væru í grillinu sem þarna sést undir segli, gat hann notað það sem vinnuborð rétt á meðan var verið að hengja upp fiskinn.

KolmunniHér má svo líta á afurðirnar á ýmsum stigum ferilsins, ný búið að hengja upp og annað bíður eftir að verði pakkað.

Ef menn vilja leggja inn pöntun þá er bara um að gera skrifa í athugasemdir og við höfum samband.

Heyrst hefur að veiðin hér á Rockall sé búin og menn farnir að líta á "gráa svæðið" sem næsta viðkomustað, en ætla ég alls ekki selja það dýrara en ég stal því og fáið þið þetta algjörlega frítt. Eru menn orðnir "desperate" og heyrist muldrað í mörgum "we have to kill something"!!!

Þar til næst.

Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvílik snilld! Vinnslustjórinn með fullt control á vinnslunni :)

Emmi (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 02:29

2 identicon

Eskfirðinga harður hér

hátíðlega góður.

Kolmunninn í kjaftinn fer 

kreppu manna fóður.

hallgrímur gíslason (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband