Leita í fréttum mbl.is

Þá er þessi reiðileysistúr á enda.

Allt tekur nú enda og er þessi túr engin undantekning með það. Hefur þessi túr einkennst af brælum og svo leit og aftur leit. Tók svartkjafturinn á það ráð að hverfa af alþjóðlega hafsvæðinu og var flotinn ósigrandi marga daga að reyna þefa hann uppi, en allt kom fyrir ekki og ekki fannst kolmunninn svo mest allur flotinn er farinn í land, má segja, "sigraður".

Lítið fer fyrir aflanum hjá okkur, en segja lestarstjórar skipsins að um 350 tonn séu innanborðs, fór þó nokkur hluti af því í vinnsluna hjá okkur sem skrifað var um í síðustu færslu. Fer nú ritstjóri í frí í næsta túr, hvenær sem af honum verður en reikna má að eitthvað verði stoppað, koma menn í mann stað og leysa ritstjórann af. Vill ritstjórinn nota tækifærið og óska lesendum síðunnar og sjómönnum öllum gleðilegra páska.

Þar til næst.

Kv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir kallarnir. Svenni á svo sannarlega skilið að komast í frí og anda að sér fersku Húsvísku lofti. Það er aldrei of mikið loft í þeim Húsvíkingum.

með kveðju

Haffi

Haffi (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 01:27

2 identicon

sælir drengir ég sá að þið eruð farnir að herða svartkjaftinn, ég væri til í að smakka á þessu lostæti ef þið eigið eitthvað aflögu og ef svo er þá er síminn : 8989281 Gústi.

Gústi króksari (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 21:31

3 identicon

Það er ekki að sjá á vélstjóranum SVH að það sé slakur túr. keyptur eitt stykki sleði fyrir afganginn af eldhúsinu og það dugaði ekki að kaupa einn hjálm heldur voru keyptir tveir og svo var einhver misskilningur hjá Svenna Hippo um það að það væri ekki nóg að fara beint upp brekkurnar heldur ætti að bakka beint niður brekkurnar aftur ef það var einhver fyrirstaða framundan:-)

Svenni minn þú ert frekar fagur  af eiginn sögn:-)

Svenni biður að heilsa um borð hann er stundum kallaður Gilsarinn og það á til að koma kubbur upp í honum hehhe

Hilmar og Simmi Djammhrókar (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband