25.4.2009 | 03:46
Kosningadagurinn
Góðan daginn góðir hálsar, nú er kosningardagurinn mikli að renna upp, hvetjum við alla landsmenn að fara í sitt fínasta púss, mæta á kjörstað og kjósa sinn flokk. Má svo kíkja á kosningaskrifstofu og þiggja svo sem einn kaffibolla og skeggræða málin við frambjóðendur hvað má betur fara og hvað ekki. Muna verður bara að kjósa rétt, þ.e.a.s. Íhaldið eða gamla góða framsóknarflokkinn, eru þessir tveir flokkar í hávegum hafðir hér um borð, ekki meir um það í bili.
Blíðuveður var á bleyðunni hér á Færeyjarmiðum í gær og ákvað undirritaður að taka smá göngutúr um skipið, rakst hann fljótt á starfsbræður sína að bardúsa eitthvað við fiskidæluna, voru þeir að sinna fyrirbyggjandi viðhaldi á henni svo hún væri klár í flestan sjó, hvort sem færeyskan eða annan.
Yfirlestarstjóri skipsins, Bjarni Kristjánsson, var að vafra um á veraldarvefnum, skoða síðustu kannanir fyrir kosningar og fylgjast með fylgi síns flokks á lokasprettinum. Þess má geta að hann er vel að titlinum kominn, yfirlestarstjóri, hóf hann störf hér á skipinu árið 1984 og er hét Eldborg, þekkir hann því hvern krók og kima hér um borð og má segja hann sé eitt af húsgögnunum hér.
Hreggviður Friðbergsson var lárréttur að vanda og bað til Guðs um að sinn flokkur mundi sækja á í kosningunum. Er hann mikill hestamaður og þykir fátt skemmtilegra en að ríða út. Á hann eina fjóra hesta sem hver er öðrum glæsilegri og segja gárungarnir að þeir kunni 8 gangstíg!!!! Og að sjálfsögðu verður það að koma fram að hann á bróður sem búsettur er í nafla alheimsins, gömlu góðu vík, kennda við Hús. Er hann einnig mikill hestamaður, spurning hvort einhverjir sveitungar mínir viti hver maðurinn er?
Híft var eftir að menn höfðu hlýtt á formenn stjórnmálaflokkanna í sjónvarpinu í gærkveldi, höfðum við ekki úr miklu að moða í þeim efnum og virðist svartkjafturinn eitthvað sitja á sér í þeim málum, var afrakstur dagsins 180 tonn og er því komin 480 tonn í lestar skipsins. Þó dælan hafi ekki staldrað lengi við í sjónum í þetta skipti gafst samt smá tími til að ræða hin brýnustu mál sem herja á þjóðina, var ESB, kvótinn og drekasvæðið engin undantekning og hvernig Ísland stæði eftir kosningar, fáum við vinstri stjórn þar sem annar flokkurinn horfir suður en hinn norður og niður? Það er spurning.
Fékk Hjálmar yfirstýrimaður sér vel í nefið yfir samræðunum, má geta þess líkum að hann hafi kosið mág sinn í kosningunum.
Ragnar stýrimaður kom með nýja strengi í gítarinn sinn og er búinn að skipta um og stilla þá fyrir kosningavökuna í kvöld og verður nú spilað og sungið langt fram á nótt, eins og íslenskum sjómönnum sæmir, á milli þess sem fylgst verður með nýjustu tölum úr kjördæmum.
Þar til næst
kv. Jón Kj.
SVH
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Muna verður bara að kjósa rétt, þ.e.a.s. Íhaldið eða gamla góða framsóknarflokkinn, eru þessir tveir flokkar í hávegum hafðir hér um borð, ekki meir um það í bili.
er ekki kallin í brúnni gallhardur krati eda vinstri grænn hann var allavega krati tegar ég bjó fyrir austan
Guðni Guðnason, 26.4.2009 kl. 19:42
Sæll Guðni, hér er svo komið, að mér telst, um 80% áhafnarinnar eru framsóknarmenn og íhaldsmenn, væri munur ef þjóðin væri samasinnis ;)
Jón Kjartansson SU-111, 28.4.2009 kl. 03:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.