Leita í fréttum mbl.is

Fréttasull

Sælt veri fólkið, af okkur á Sulla er það að frétta að menn hafa mikið verið að spekúlera ný afstaðnar kosningar, eru menn ekki á eitt sáttir með úrslitin, eru allar líkur á að hér verði mynduð vinstri stjórn með Skallagrím og Jóku gömlu í broddi fylkingar. Íhaldið galt afhroð og eru algjörlega vængbrotnir og það á báðum eftir þessar kosningar, þurfa menn að fara hugsa sinn gang þar á bæ, en framsóknarmennirnir, og konur að sjálfsögðu líka, stóðu sig vel og sækja í sig veðrið. Eitt bar þó af í kosningabaráttunni að mér finnst, þ.e. þegar ágætur frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar, sem er NB kominn á þing, kom með lausn á kvótakerfinu, vildi hann láta almenning hafa kvótann, svo hann (almenningur) geti selt hann!!!! hvað er maðurinn að meina spyr ég. Eigum við ekki bara að prenta peningana eins og Kaninn gerði?

Kokkurinn okkar átti stórafmæli í gær (mánudag) er hann varð hálfrar aldar gamall, sendum við honum okkar bestu óskir í tilefni dagsins og vonum að hann hafi notið hans vel.

Með Winston í kjafti

 

 

 Hér er svo mynd af kokkinum, honum Sigga, með sígó í munni þar sem stund á milli stríða gafst í einu hífoppinu.

 

En að allt öðru, þ.e. skútumálinu mikla, hvíslaði að mér lítill fugl er varðskipið Týr kom með smyglskútuna til Eskifjarðar sl. þriðjudag hafi fólk flykkst að niður á kaja til að fylgjast með. Var hafnarvörðurinn, í sínu fínasta uniformi, búinn að girða bryggjunna af eins og lög kveða á um og varna að óviðkomandi kæmust ekki nær. Var einn skipverji okkar mættur á staðinn til að fylgjast með og var ágangurinn það mikill að hruflaðist hann á nefinu við að rína í gegnum girðinguna. Ekki er gefið upp hver maðurinn er en ætti hann þó að þekkjast ef menn rekast á hann á Eskifirði.

Eitthvað hefur veiðin verið að glæðast og er svo komið að farið er að síga á seinnihluta þessarar veiðiferðar. Var veðrið með eindæmum gott í gær og er undirritaður var að sinna reglulegu viðhaldi og vippaði sér uppá brúarþak til að kanna ástand rafgeyma brá honum heldur betur í brún. Var Óðinn Leifsson mættur þar í öllu sínu veldi, á brókinni einni saman, sleikjandi sólina. Hélt maskínu stjóri ótrauður áfram og er hann kom fyrir mastrið, blasti við honum enn önnur sýn, var Hreggviður einnig mættur uppá brúarþak, sömuleiðis á brókinni, í sólbað. Eru þeir orðnir súkkulaðibrúnir eftir viðdvölina. Ekki þykir við hæfi að koma með myndir af þeim félögum, þar sem sakleysingjar vilja oft ramba inn á síðuna okkar.

Þar til næst.

kv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Ég giska á að þetta hafi verið Atli Rúnar sem rak nefið í hliðið enda með stórt og mikið nef, mér skilst að Óðinn hafi verið í ullarbol í sólbaðinu, það sagðir þú allavega Sveinn, og að Hreggviður hafi verið að reina að bera á hann sólarvörn. Og þetta sem þú skrifar hér fyrir neðan er staðreynd, en nú eru ekki til kratar lengur bara kommar og íhald. Trúi ekki að Guðni frændi minn sé enn framsóknarmaður, en ég man þegar hann var með mér á Sæljóninu var hann grænn í gegn eins og mamma hans og afi okkar Helgi Páls, og Eysteinn Jónsson frændi okkar. Já það er svo merkilegt að hér um borð séu bara sjallar og framsóknarmenn nema kannski Sjonni okkar sem er mikill sósíallisti, enda fengu Tryggvi Herbertsson og Jens sjötti það óþvegið hjá honum þegar þeir komu í heimsókn um daginn.

Grétar Rögnvarsson, 28.4.2009 kl. 14:07

2 Smámynd: Guðni  Guðnason

Nei framsóknarmadur er ég ekki. Madur verdur íhaldsamur med aldrinum.

Guðni Guðnason, 30.4.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband