1.5.2009 | 16:52
Til hamingju með daginn verkalýður
Þá erum við haldnir aftur til hafs á ný eftir að Tandrabergsmenn hafa landað uppúr skipinu, reyndust vera 1940 tonn af 1.flokks kolmunna sem við bárum að landi í þessum túrnum. Slegið var í klárinn klukkan eitt í nótt og stefnan sett á Færeyjarmið. Höfum við fengið á okkur kaldaskít í dag, á degi verkalýðsins, einnig á Raggi okkar stýrimaður afmæli í dag og fær hann bestu kveðjur í tilefni dagsins, er hann 44 ára gamall.
Fyrsti maí í Malaga, fyrsti maí í ár
Þúsundir manna í kröfugöngu
með slagorðsspjöldin letruð á
Gaddavír, gúmmíkylfur
vélbyssur sólin skein á
Fyrsti maí í Malaga
Fyrsti maí í ár.
Það var fallegt veður í Malaga
Þegar Francisco heiman fór frá
í hvítum fötum með stráhatt að láni
hafði fengið Don Petró hjá.
Konan sat heima og hamaðist
að pússa skeljar, flétta strá
sem hún seinna sendi á markaðinn
seldi stykkið 25 peseta á.
Börnin út á götu betluðu
sólarlandatúristar horfðu með viðbjóði á
struku sér um magann
og ultu inn á næstu krá.
Kröfugangan var barinn niður
hestar tröðkuðu fólkinu á.
Gúmmíkúlur, öskur, blótsyrði
kveinstafir, tár.
Það var 1. maí í Malaga
að Francisco dauður í götunni lá
Fyrsti maí í Malaga
Fyrsti maí í ár.
Er þessi texti eftir meistara Bubba Morthens, má einnig nefna að tónleikar voru með honum í gærkvöldi á Eskifirði og þóttu þeir takast mjög vel. Ekki komst undirritaður til að hlýða á kónginn þar sem hann þurfti að sinna sínum skyldum í lönduninni, en fóru nokkrir fulltrúar áhafnarinnar, m.a. kapteinn Grétar, Raggi afmælisbarn og Þorsteinn maskínustjóri, voru þeir sammála að Bubbi hafi sýnt sínar bestu hliðar.
Þó ástandið í þjóðfélaginu sé ekki gott þessa dagana er það nú ekki jafnt slæmt og Bubbi lýsir 1.maí í Malaga árið 1979. Skulum við vona að yfirvaldið fari ekki að nota vélbyssur og gúmmíkylfur gegn kröfugöngum verkalýðsins í framtíðinni, hvað þá að menn liggi dauðir í götunni. Stöndum saman vörð um okkar hagsmuni.
Þar til næst.
Kv. Jón Kj.
SVH
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt að kíkja inn og óska afmælisbarninu í gær til hamingju með daginn.
Eigið góða veiðiferð.
Rúna
Rúna (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.