Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju með daginn verkalýður

Þá erum við haldnir aftur til hafs á ný eftir að Tandrabergsmenn hafa landað uppúr skipinu, reyndust vera 1940 tonn af 1.flokks kolmunna sem við bárum að landi í þessum túrnum. Slegið var í klárinn klukkan eitt í nótt og stefnan sett á Færeyjarmið. Höfum við fengið á okkur kaldaskít í dag, á degi verkalýðsins, einnig á Raggi okkar stýrimaður afmæli í dag og fær hann bestu kveðjur í tilefni dagsins, er hann 44 ára gamall.

Ragnar stýrimaður Afmælisbarnið í nærmynd.

Fyrsti maí  í Malaga, fyrsti maí í ár
Þúsundir manna í kröfugöngu
með slagorðsspjöldin letruð á
Gaddavír, gúmmíkylfur
vélbyssur sólin skein á
Fyrsti maí  í Malaga
Fyrsti maí í ár.

Það var fallegt veður í Malaga
Þegar Francisco heiman fór frá
í hvítum fötum með stráhatt að láni
hafði fengið Don Petró hjá.

Konan sat heima og hamaðist
að pússa skeljar, flétta strá
sem hún seinna sendi á markaðinn
seldi stykkið 25 peseta á.

Börnin út á götu betluðu
sólarlandatúristar horfðu með viðbjóði á
struku sér um magann
og ultu inn á næstu krá.

Kröfugangan var barinn niður
hestar tröðkuðu fólkinu á.
Gúmmíkúlur, öskur,  blótsyrði
kveinstafir, tár.

Það var 1. maí í Malaga
að Francisco dauður í götunni lá
Fyrsti maí  í Malaga
Fyrsti maí í ár.

 

Er þessi texti eftir meistara Bubba Morthens, má einnig nefna að tónleikar voru með honum í gærkvöldi á Eskifirði og þóttu þeir takast mjög vel. Ekki komst undirritaður til að hlýða á kónginn þar sem hann þurfti að sinna sínum skyldum í lönduninni, en fóru nokkrir fulltrúar áhafnarinnar, m.a. kapteinn Grétar, Raggi afmælisbarn og Þorsteinn maskínustjóri, voru þeir sammála að Bubbi hafi sýnt sínar bestu hliðar.

Þó ástandið í þjóðfélaginu sé ekki gott þessa dagana er það nú ekki jafnt slæmt og Bubbi lýsir 1.maí í Malaga árið 1979. Skulum við vona að yfirvaldið fari ekki að nota vélbyssur og gúmmíkylfur gegn kröfugöngum verkalýðsins í framtíðinni, hvað þá að menn liggi dauðir í götunni. Stöndum saman vörð um okkar hagsmuni.

Þar til næst.

Kv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt að kíkja inn og óska afmælisbarninu í gær til hamingju með daginn.

Eigið góða veiðiferð.

Rúna

Rúna (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband