Leita í fréttum mbl.is

Kolmunnavertíð lokið

Já góðir hálsar, og restin af búknum, þá erum við komnir á landstím og stefnan sett á Eskifjörðinn, eins og allar okkar veiðiferðir enda. Datt botninn úr allri veiði hér á Færeyjarmiðum og virtist sem svartkjafturinn hafi hreinlega gufað upp, náðum við að snara um 1250 tonnum í bátinn áður en yfir lauk. Segja tíðindin það að kvótinn sé uppurinn og búið sé að taka eitthvað af kökunni sem býður okkar á næsta ári.

Höfum við tekið saman það helsta um þessa vertíð: fórum við 10 veiðiferðir á svartkjaftaveiðar og fiskuðum við alls 13.600 tonn. Byrjuðum við veiðarnar á svokölluðu gráa svæðinu sem er á milli Færeyja og Skotlands, svo var tekin smá pása á kolmunna og farið á gulldeplu. Eftir hana tók svo alþjóðlega svæði vestan við Írland, Hatton-Rockall svæðið við. Er óhætt að segja að það sé eitt versta hafsvæði sem um getur og hefur ein mesta ölduhæð í heimi mælst þar, 29,1m (Google).  Var svo haldið þaðan aftur á gráasvæðið og í færeyskan sjó. Miklar og langar siglingar standa að baki þessarar veiðiferða, telst okkur það að alls sé búið að sigla um 9.000 sjómílur, er þá ekki talið með leit og "kippir" í veiðiferðum.

Svo við setjum þetta í eitthvað samhengi þá eru 9.000 sm. samtals 16.668 km. Jafngildir það að fara hringveginn, þjóðveg nr. 1, 12 sinnum og 1/2 hring betur. Er það sú sama fjarlægð og frá Íslandi til suðurpólsins.

google.jpg

Sést svo hér hvar helstu átakasvæði okkar hafa verið í vetur, þ.e.a.s. gráa svæðið og Hatton Rockall, hafa siglingar þangað niðureftir reynt á menn og ekki síst skip ef þess á að geta.

Annars er það að frétta, er við vorum að gera sjóklárt í gærkvöldi sigldi eitt glæsilegasta skip í N-Atlantshafi, og þó víðar væri leitað, framhjá okkur. Var það að sjálfsögðu hin nýja Norðborg sem var á leið til sinnar heimahafnar í fyrsta sinn, verður hún í Klakksvík kl.14:00 og er mikil móttökuhátíð hjá Færeyingum af því tilefni. Hægt er að skoða dagskrá hér.

Það sem tekur annars við hjá okkur eru þrif á skipinu og einhver viðhaldsvinna hjá vélstjórum og leyfum við ykkur nú að fylgjast eitthvað með hvað er að gerast.

Þar til næst.

Kv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir

Jæja jæja þá er þessi vertíðin yfirstaðinn hjá ykkur og óska ég ykkur góðrar heimferðar.

Héðan er rólegt að frétta, úthafskarfin gaf sig ekki í fyrstu tilraun því er verið að lúðast á hampiðjutorginu með litlum árangri...

Svenni þú skilar kveðju til Prez þegar þið farið og fáið ykkur einn kaldan.

Jájá kallarnir loksins komnir með nettengingu hehehe

Kær kveðja úr vélasalnum á Þerney

Hilmar Bróa (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband