23.8.2009 | 08:32
Á landleið eftir mikið bras.
Góðan og blessaðan daginn, jæja loksins hefur maður sig í það að koma með einhverjar fréttir af okkur sulla mönnum, hefur verið mjög svo rólegt yfir veiðinni hjá okkur í þessum túrnum. Á föstudaginn voru komin ein 600 tonn í bátinn og var trollið nú látið gossa í hafið seinnipart föstudags. Ekki grunuðu menn um að það tog mundi enda með algjörum hörmungum og yrði okkar síðasta tog í þessum túrnum. En í gærmorgun dundu ósköpin yfir, vorum við á beinu togi í blíðskaparveðri er önnur nýjafínadýra ofurtogtaugin slitnaði, og þar með sat það ekki, heldur slitnaði hin nýjafínadýra ofurtogtaugin líka í kjölfarið og allt veiðarfærið, frá hlerum og aftur úr, var þar með horfið og sest á botn Ægis og það á 450 faðma dýpi. Héldu menn að svo stór síldartorfa hafi lent í trollinu að taugarnar hafi gjörsamlega þanið sig til hins ýtrasta og gefist upp að lokum, því mikið lóð var undir bátnum og virtist vera á leið aftur í troll, en þá gerðist það, eins og hendi væri veifað, taugarnar slitnuðu og lóðið sem var hvarf, eins og "slökkt" hafi verið á því, telja menn fyrir víst að þarna hafi verið rússneskur njósnakafbátur sem var á hernaðaræfingu við Jan Mayen fyrir nokkru á ferðinni og rekist í taugarnar hjá okkur með fyrrgreindum afleiðingum.
Voru góð ráð dýr nú þar sem engar voru græjur hér um borð til að slæða upp trollið, komu þá peyjarnir á Huginn VE 55 okkur til bjargar, þar sem þeir lánuðu okkur sannkallaða lukku krækju og kunnum við Gylfa og hans mönnum bestu þakkir fyrir lánið á henni.
Renndum við okkur upp að Hugin, stóðu þeir klárir með lukku krækjuna handa okkur, þess má geta að þeir voru nýbúnir að dæla einum 180 tonnum af eðal góðri síld í sig þarna.
Hífðum við slæðuna yfir til okkar og gerðum hana klára á togvírinn, hófst svo slæðingin. Voru menn nú ekki vonmiklir við að sjá þetta troll nokkurn tímann aftur en samt skildi prufað. Og viti menn, í þriðju tilraun beit heldur betur á snærið hjá okkur og slæddum við upp trollið eftir að kapteinn Grétar var búinn að hringsóla yfir blettinum þar sem þetta gerðist í nokkurn tíma.
Hófst þá vinnan við að koma draslinu um borð og gekk það framar vonum, tók það aðeins um 5 tíma eftir að slæðan kom upp og trollið komið á tromluna, klárt að reima pokann frá og hlerar komnir í gálga. Já eftir allar þessar æfingar losuðum við pokann frá, hífðum hann á síðuna og dældum 200 tonnum úr honum.
Eins og sjá má fór trollið ekki alveg sína hefðbundnu leið inn á tromlu, mikið snúið og flækt, en er það nánast órifið. Verður nóg að gera hjá Stéfáni og hans mönnum hjá Egersund við að leysa úr flækjunni.
Annar hlerinn að koma upp, vafinn taugum, gröndurum og ýmsu fleiru.
Var nú mönnum létt að ná þessu öllu saman upp og nánast öllu heilu, gekk þetta allt saman vel fyrir sig, og framar öllum vonum. Erum við nú á leið til Eskifjarðar með 800 tonn og verðum þar eftir hádegið.
Þar til næst.
Kv. Jón Kj.
SVH
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 337426
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.