Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Rólegt yfir veiðum

Það er fremur rólegt yfir kolmunaveiðum, köstuðum í morgun og hífðum lítið ca100 tonn eftir 8 tíma, og erum núna að leita.

Eins og flestir kannski sjá er komin toppmynd á síðu af öllu Jónum Kj, reyndar sést bara aðeins í stefnið á þeim fyrsta sem var smíðaður í Danmörku 1956 og var 63 brt. Hann hét síðan Einir og var gerður út undir því nafni á Eskifirði. Þessi bátur var dæmdur ónýtur 1982, en þá hét hann Jón Pétur.

Jón nr 2 var smíðaður  í Noregi 1963 og var 278 brt, síðar hét hann Guðrún Þorkelsdóttir þá Sæberg og síðast Eskfirðingur en skipið sökk á Héraðsflóa 1988.

Jón nr 3 var var smíðaður í Englandi 1949 sem síðutogari og hét fyrst Jörundur og þá Þorsteinn Þorskabítur, og Sigurey, kom 1966 til Eskifjarðar, og sökk 1973 út af Reyðarfirði þegar skipið stundaði loðnuveiðar.

Jón nr 4 var smíðaður í Þýskalandi 1960 og hét Narfi, 1980 selt til Eskifjarðar og þá skírður J.K., skipinu var breytt mikið í Póllandi 1997-99 endurbyggt og sett í það ný vél, síðar hét skipið Guðrún Þorkelsdóttir og heitir nú Lundey NS, frá 2006. Myndir nr 2 og 3 frá hægri er skipið.

Jón nr 5 var smíðaður í Svíþjóð og Danmörku 1978, og hér Eldborg HF var seldur til Eskifjarðar 1988 og skírður Hólmaborg, frá 2006 Jón Kjartansson.

 


Lítið að frétta

Hífðum eftir langan tíma 230 tonn. Nú er verið að leita, og ekkert að frétta.

Á leið á miðin

Farið var út kl 1700 eftir að löndun lauk. Landað var 2344 tonn, áætlað að vera á miðunum um kvöldmat á morgun. Lítið fer fyrir Liverpool mönnum í dag, frekar þögulir. Ekki reiknað með nammi frá klúbbnum í bráð, en þó aldrei að vita þegar þeir verða búnir að jafna sig. Doddi formaður klúbbsins um borð var samt mjög glaður við matarborðið, enda sauðkind á borðum, en hann er mikill aðdáandi sauðkindarinnar, og finnst allt sem af henni er matreitt það besta sem hann borðar.

« Fyrri síða

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband