Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Erum að koma í land

það er nú svo en við erum að verða komnir á Eskifjörð með 1200 tonn af loðnu og verður farið strax út aftur eftir löndun en svo af öðru blessaður síðuritarin er ekki búin að standa sig eftir að hann var gerður af háseta sem er tímabundið eða fram yfir loðnu en það er alltaf hægt að setja eitthvað inn þar sem kokks druslan getur séð sér smá tíma af og til.

Erum á veiðum

Já svo er nú víst en við komum á miðinn í gær en það var ekkert kastað og erum við búnir að vera að krussa hér um flóann í dag en öllum að óvörum var kastað núna í kvöld en aflatölur koma síðar þar sem síðuritari er úti að draga nótina .       ps það voru 350 tonn í þessu kasti. kv SG

Það er víst loðna

Sveinn vélstjóriVerið að dragaDoddi og StefánHjálmar stýrimaðurJúpiter ÞHJá það er svo að við erum komnir á loðnu og erum á faxaflóa núna að eltast við hrognaloðnu og gengur það svona þokkalega en hér hefur ekki verið skrifað lengi en það verðum við að reina að bæta það .

....og ennþá rólegra á kolmunna....

...það er það rólegt á kolmunnanum að við höfum ekki einu sinni haft tækifæri á því að bleyta í trollinu, fórum við út á miðvikudagskvöldið og var stefnan tekin suður fyrir Færeyjar, og átti laglega að leita uppi svartkjaftinn og fanga hann, en ekki var það nú raunin, erum búnir að vera að leita hér vestur,austur,suður,norður og n.... og ekkert fundið. Er svo komið að við erum barasta á leið í land, rassskelltir, eftir þessa veiðiferðAngry Verðum við á Eskifirði um miðjan dag í dag.

Næsta verkefni verður vonandi bara loðna hjá okkur, þegar næg hrognafylling verður komin í hana. Verður sjálfsagt farið og gert klárt fyrir það á næstu dögum.

Þar til næst.

Kv. Jón Kj.

SVH


Rólegt á depplunni

Já það er heldur rólegt á gulldepplunni hjá okkur, trollinu er kastað á morgnana og það dregið fram yfir kvöldfréttir og híft eftir það, svo er bara drepið á Wörtunni og látið reka yfir nóttina. Sofna menn gjarnan við hljóm Mitsubishi. Ekki er nú mikið að frétta hér af miðunum, það gengur ágætlega, og raunar bara fór fram úr björtustu vonum, að kæla aflann með RSW kerfinu, en það voru félagar okkar og maskínustjórar á Lundey NS sem gáfu okkur "uppskriftina" hvernig ætti að kæla þetta, hafa þeir náð góðum árangri þar um borð við að kæla gulldeppluna, en eins og hefur komið fram áður þá er þessi fiskur svo agnarsmár og fer hann gegnum minnstu rifur og göt.

Það var haldið þorrablót hér um borð á laugardag og á kokkurinn hrós skilið fyrir vel út í lagt hlaðborð, var þessu gerð góð skil og menn hæst ánægðir með þetta.

 

Eins og sést hér að ofan þá er 1 Aston Villa maður og 1 Arsenal maður sestir við borðið, svo koma 3 Liverpool menn og 1 Manchester Utd. maður, jújú það sitja víst bara 5 menn við borðið þótt ég sé búinn að telja upp 6. Einn er nefnilega algjör h***, heldur bæði með Liverpool og Man Utd. hvernig sem það er hægt og þegar stórt er spurt er fátt um svör;) Upplýsum við ekki hver maðurinn er að svo stöddu.

Ekki hef ég hugmynd um hvað er kominn mikill afli um borð þar sem tonnafjöldinn fer nú ekkert sérstaklega saman við rúmmetratöluna, en eitt veit ég, að báturinn ber 2400 tonn og eigum við langt í land með að fylla upp í þá tölu.

Og svona að lokum, þá stóðu nú silfurdrengirnir "OKKAR" sig glæsilega á Evrópumótinu í handbolta, eru þeir nú orðnir bronsdrengirnir "OKKAR", óskum við þeim til hamingju með glæstan árangur.

Þar til næst.

kv. Jón Kj.

SVH


Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband