Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
13.3.2010 | 14:17
Kolmuni.
Lagt var af stað til kolmunaveiða í gærkvöldi eftir að nót og annnar búnaður sem henni tilheyrir hafði verið settur í land. Veiðisvæðið sem haldið er á er djúpt vestur af Írlandi, þar eru á veiðum írsk, norsk , rússnesk og nokkur íslensk skip og er þeim að fjölga. Vegalengd á miðin um 650 sml.
Sigling á miðin tekur um 2 sólahringa lítið annað að gera á leiðinni en að horfa á sjónvarp þar sem nóg er af fótbolta og mikið af sparkspekngum um borð sem geta rifist um sín lið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2010 | 12:05
Ritstíflan brostin, loðnu annáll
Já það fór ekki svo að ritstíflan sem hrjáði síðuritara héldi endalaust, er hann nú sestur aftur fyrir framan tölvuna berjandi á takkana á lyklaborðinu. Erum við í þessum skrifuðu á leið til Eskifjarðar úr 4. og jafnframt síðasta loðnutúrnum okkar, og eru um 1500 tonn í dallinum nú, höfum við því fiskað um 5500 tonn á vertíðinni sem allt hefur farið í hrognatöku. Hefur þessi vertíð gengið svona upp og niður, ekki alveg snurðulaust fyrir sig. Í fyrsta túrnum voru menn eitthvað tens, enda ekki furða, hafði svarta garnið ekki komið hér um borð í heil tvö ár, og menn misstressaðir, þó aðallega fallhlífamennirnir. Voru sett í lög hér um borð að bannað væri að blístra eða gefa frá sér einhver auka hljóð aftan við brú er menn stóðu klárir við að kasta nótinni eftir að fallhlífarmennirnir létu hana húrra frá borði undir fögrum söng spilkerfisins. Var það algjört BÚÚÚMMM það kast og alls ekki hægt að koma sökinni á kallinn í það skiptið þar sem hann var enn í rólegheitum að stinga út torfuna sem hann HUGÐIST ætla að kasta á.
Nótin hefur fengið alveg sérmeðhöndlun hjá okkur og virðist líka það vel að láta handfjatla sig, en höfum við lent í þó nokkru rifrildi með hana, en ekkert það alvarlegt að það hafi verið óyfirstíganlegt. Fengum við gefins frá syninum okkar honum Alla í eitt skipti á meðan verið var að tjasla stóru stykki í nótina og var það vel þegið, reyndust það vera um 300 tonn sem þeir gáfu okkur, þökkum fyrir það.
Ekki var nú nótin alltaf ánægð með okkur því í einu kastinu fékk hún alveg heiftar reiðikast og böðlaðist út úr kassanum í einum rykk. Stóðu menn alveg orðlausir en bölvuðu yfir þessum látum í hljóði og hugsuðu með sér að nú yrði gaman, eða hitt og heldur. Þegar byrjað var að draga kom í ljós að hún hefði gjörsamlega umturnast svo um munar, tók það okkur 7 klukkutíma að greiða úr flækjunni og koma henni í rétta horfið aftur.
Ekki hefur þetta verið svona hjá okkur í hverju kasti, nei nei síður en svo, höfum við átt barasta fínustu köst þar sem ekkert hefur komið uppá, vorum við að fá alveg upp í 600 tonn í kasti. Brælur hafa nú sett svip sinn á þessa vertíð og voru menn nú búnir að fá sig fullsadda af þeim, en kom svo að því að kári og Ægir létu undan og fengum við fínasta veður nú í síðasta túrnum. En það voru fleiri sem gáfu okkur afla en sonurinn, vorum við á snapinu í gær, en Óli og hans piltar á Álseynni VE gáfu okkur ein 150 tonn og svo gaf gamli sulli, Lundey NS, okkur 80 tonn. Var nú slegið í klárinn eftir það og vélin tjúnuð á hærri snúninginn og haldið heim á leið, þar sem kvótinn er uppurinn.
Þarna erum við að fara fram úr Berki NK á heimstími, rétt vestan við Hrollaugseyjar.
Bjarni og Hreggviður í saumaskapnum.
Það var nóg að gera í saumaskapnum.
Ekki er ég með myndir undir höndum síðan í gær er Álsey og Lundey voru að gefa okkur, en hægt er að skoða myndir af því á annarri síðu.
Kolmunninn er svo næst á dagskrá hjá okkur og verður farið að gera klárt fyrir hann eftir löndun.
Síðuritari er í fríi í næsta túr og tekur einhver við ritstörfum á meðan.
Hér kemur svo ein mynd sérstaklega fyrir hann Sigurrjón, var hann eitthvað að kvarta að það væri aldrei mynd af honum, Raggi er svo einbeittur við saumaskapinn að hann hafði ekki tíma til að líta upp til ljósmyndarans.
þar til næst.
kv. Jón Kj.
SVH
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2010 | 08:38
Bið og bræla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar