Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Kolmunaveiðum lokið

Allt tekur víst enda, kolmunakvótinn búinn og við á landleið með síðasta túr. Veiðin var ágæt í þessum túr mjög svipað í hverju hali eða um 350 tonn. Blíðu veður var og tíminn notaður í að þrífa skipið vel utan og innann.

Nú verður að öllum líkindum stopp fram að síld og makríl síðar í sumar og á meðan unnið að viðhadi undir stjórn yfirvélstjórans Guðna.

Þar sem okkar Húsvíski síðustjóri er í fríi verður ekki eins vönduð færsla og venjulega en við reynum að gera okkar besta. Hann dvelur nú heima hjá sinnu spúsu og hefur það örugglega gott.

En finnst byrjað er að segja fréttir af áhafnarmeðlimum og helstu fréttir þá er Sigurjón farinn í sína fyrstu utanlandsferð á árinu höldu að hann sé á leið til Portúgal ekki vitað hvort ferðirnar verða 3 eða 4 á þessu ári. Bjarni var að koma úr golfferð til Spánar, ekki vitað hvort hann var að keppa við kynlífsfíkilinn Tiger sem hefur nú farið hinar ýmsustu holur í höggi bæði í þurrar og blautar. Ekki vitað um frekari ferðalög áhafnarmeðlima í bili en greint verður frá síðar. Þó sást til Björgúlfs á húsbílnum á götum Eskifjarðar, vakti bílinn mikla athygli, enda engu líkara en að 200 m2 geimskip sé á ferð.

Og að lokum menn voru ekki allir sannspáir um úrslit í enska boltanum en síðasta umferð fer fram á morgun, flestir spáðu þó Chelsea eða Man Utd titlinum nema Grétar hann spáði auðvitað Arsenal fyrsta sætinu. Einhverjir spáðu Liverpool 3 eða 4 en það er nú deginum ljósara að þeir enda sennilega í sæti 7, Dodda og Svenna til lítillar ánægju.

Gott í bili, takk fyrir blogglesturinn og örfáu kommentin.


Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband