Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Síldar/makrílvertíð hafin.

Komið þið sæl og blessuð gott fólk, já það kom loks að því að hér kæmi svo sem ein ný færsla á þessa síðu, eru nú liðnir tæpir tveir mánuðir síðan hér var skrifað síðast, ástæðan sú að skipið hefur ekki verið í drift síðan í byrjun maí er við kláruðum kolmunnavertíðina og flestir menn í fríi. Var tíminn í stoppinu nýttur í ýmiskonar viðhald, lagfæringar og verkefni sem komin voru á blað hjá vélstjórunum. Einnig fengum við heimsókn frá grunnskólanum á Eskifirði hér um borð, voru krakkarnir að skoða skip og fræðast um sjómennsku. Var svo tekin smávægileg björgunaræfing með þeim þar sem krakkarnir fengu að klæða sig í björgunargalla og hoppa í sjóinn og leyft að finna hvernig svona búnaður virkar. Var þetta gert undir strangri leiðsögn kapteins Grétars og hans manna sem að leiðbeindu krökkunum hvernig bera sig eigi við. Var svo öllum boðið í svala og prins polo á eftirSmile

En þá að skipafréttum, blásið var í herlúðrana á sunnudagsmorgun og landfestar (nánast rótgrónar) leystar og haldið áleiðis á makríl/síldar veiðar. Var trollið látið fara um kvöldið eftir smá leit að einhverjum lóðningum sem hægt var að kasta á. Uppskárum við 200 tonn í fyrsta holinu, hefur þetta svo verið hægt og bítandi á upp leið hjá okkur síðan, erum við búnir að taka 4 hol og aflinn um 1350 tonn að sögn lestarstjórans. Erum við að öllum líkindum á okkar síðasta holi þar sem spáin er ekki allt of góð fyrir morgundaginn og best að nota þá tímann til að létta á sér.

Þar til næst.

Kv. Jón Kj.

SVH


Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband