Leita í fréttum mbl.is

Fuglafjörður.

Komum hér inn um miðjan dag á fimmtudag vegna veðurs, náðum einu holi áður en brældi 200 tonn. Losuðum hér og erum að fara að dóla aftur út núna  veðrið eitthvað að ganga niður. Mjög vont veður hér í nótt og þurfti að kalla út mannskap til að binda betur. Vindur sást fara í 37 m/s.

Mikill veltingur í dag

Farið var úr höfn um kl 10 í gærkvöldi eftir að brytinn hafði boðið upp á glæsilega brauðtertu og marzipantertu, í tilefni þess að skipstjórinn átti afmæli. Í dag hefur ferð gengið rólega enda foráttu veður búið að vera síðan komið var út úr firðinum. NA 20-30 m/s. Væntanlegur komutími á miðin um hádegi á morgun. Landað var 2370 tonn af Svartkjafti.

Á landleið með fullfermi af kolmuna

Lögðum af stað heimleiðis í morgun. Tekin voru 5 höl og er afli um 2350 tonn. Verðum væntanlega heima seinnipart á morgun. Erum nú að nálgast Færeyjar og ætlum að sigla  í gegnum Vestmannsund. Leiðinda veður er búið að vera í morgun, en með því að fara svona fáum við skjól í 60 sml og veður gengur niður í nótt.

Góð kolmunaveiði

Það er búin að vera fínasta veiði siðan við komum hér 400-500 tonn í hali eftir 6-10 tíma tog. Erum núna að dæla hali no 4. Erum suður undir Skosku línunni beint suður af Færeyjum. Veður hefur verið gott miðaða við árstíma. Bestu kveðjur gamlingjarnir á SU-111.


4, jan 2009 haldið til kolmunaveiða

Um miðnætti var farið úr höfn og haldið  til kolmunaveiða sunnan við Færeyjar, frést hefur að einhverri veiði á þeim slóðum og skal gæfunnar freistað þar í byrjun árs.


Áramótakveðja

Áhöfnin á Jóni Kjartanssyni óskar ættingjum, vinum, samstarfsfólki og öllum landsmönnum gleðilegs nýs árs, þökkum fyrir árið sem er að líða.

Kv. kallarnir á Jóni Kjartanssyni


Á landleið

Komið þið sæl og blessuð

Ekki eru allar ferðir til fjár og erum við á leiðinni í land þar sem við fundum ekki neitt af kolmuna. Við erum búnir að leita víða bæði í  íslenskri og færeyskri lögsögu . Það er ekkert vitað um framhaldið svo þar til næst þá biðjum við að heilsa .   Kveðja strákarnir á Jóni . Frown


Kolmuni ?

Komið þið sæl og blessuð , Við fórum út á sjó á fimtudag að leita að kolmuna og höfum ekkert séð en og erum nú staddir vestan við Færeyjar að leita eitthvað suðaustur eftir. Annars er allt gott að frétta af okkur .  Heyrst hefur á gaungunum að títtnefndur Stefán Berfirðingur ætli að bjóða sig fram til  formanns í Framsóknarflokkinn og munum við að sjálfsögðu styðja hann heilshugar í því !

þar til næst Kveðja strákarnir á JK

 


Í höfn

m2Siglingin heim gekk bara vel og tók akkúrat 2 sólahringa, fengum á okkur smá kalda seinni sólahringinn. Ekki er vitað fyrir vissu hvað tekur nú við, en jafnvel verður kíkt eftir kolmuna ef einhverjar fréttir eru, en líklega fara Rússarnir að byrja við Færeyjar.

Fótboltabullurnar eru í sárum, Arsenal og Liverpool töpuðu, og fótbolti ekki mikið til umræðu efni eftir þessa helgi.


Á landleið í blíðu

Lagt var af stað heim á leið í morgun með 2200 tonn af fallegri síld. Fundum góðan blett í fyrrakvöld sem gaf ágæta veiði fengum 350 og 400 tonna höl eftir 4-5 tíma tog og enduðu í  morgun á 250 tonnum og lögðum af stað heim, en 630 sml eru til Eskifjarðar. lendum væntanlega í brælu á morgun samkv veðurspá sem gæti tafið eitthvað fyrir, en ættuð að vera heima á laugardag.

Í gærkvöldi var spilað í ensku deildinni og ekki voru allir jafn glaðir eftir leikina. Doddi og Bjarni glöddust yfir sínum mönnum en Arsenalmenn voru MJÖG svekktir eftir jafnteflið við biblíuklúbbinn Tottenham. Bjarni veifar Aston Villa könnunni mikið þessa daganna og í tilefni að góðu gengi Villa er mynd hér að Bjarna með forlátu könnuna sína. Stefán tróð sér með á myndina en er ekki með sína könnu enda hefur hann lítið drukkið og borðað í þessum túr, sést af og til naga eina og eina peru eða epli. Menn eru að ímynda sér að kreppan komi verr við íbúa Kongó en annarra .W00tSickLoLBjarni og Stebbi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband