28.10.2008 | 10:54
Rólegt yfir veiðum en mikið að gera á textavarpinu
Það er lítið að ske á síldarmiðunum hér við norsku línuna, erum komnir með 1050 tonn og erum núna að leita. Veðrið hefur verið sæmilegt en samt er búið að vera talsverður veltingur enda þungur sjór.
Eftir því hefur verið tekið hér um borð að Doddi og Bjarni eru alltaf á textavarpinu að ath og sýna öðrum hér í áhöfn hver staða þeirra liða er, en Doddi formaður Liverpool klúbbsins hér um borð er mjög ánægður með sína menn, enda í efsta sæti. Þá er Bjarni alltaf að ath hvort Aston Villa sé ekki ennþá í 5 sæti á milli Arsenal og Man Utd. Guðni Þór hefur ekki enn farið i Man Utd peysuna en Stebbi bauð honum að lána honum Everton könnuna á sunnudag en án árangurs.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.10.2008 | 20:37
Það er eitthvað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 13:39
Á útleið í norð-austur átt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2008 | 12:02
Á landleið
Lagt var af stað heim á leið kl 0800 í morgun með ca 2300 tonn af síld. Veiðiferðin hefur tekið um 10 daga þegar í höfn verður komið annað kvöld. Ekki var mikið af síld á miðunum og þurfti oft að leita á milli kasta. Þó fengust ágæt hol það stærsta var 450 tonn. Í túrnum var verið að prufa nýtt troll frá Egersund með 6 kant möskvum og reyndist það vel. Þá var settur nýr sónar frá Furuno í skipið í slippnum um daginn og er það mikill munur á og gamla tækinu sem var.
Kv Áhöfnin á SU-111
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 14:44
er að klárast

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 09:12
erum að leita
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2008 | 21:00
það er síld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 02:54
Erum komnir á sjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 14:57
Slippur
Á leið í slipp til Reykjavíkur og verðum þar um miðjan dag á morgun, venjulegur slippur ýmsar lagfæringar og málning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 23:50
Allt tekur nú enda
Já eins og fyrirsögnin segir til þá er þessum túr að enda kominn og er þetta jafnframt síðasti túrinn hjá okkur á Jóni Kjartanssyni á þessum síldar, og ekki síst, makríls ævintýrum. Má til gamans geta að við höfum fiskað 6000 tonn af makríl í sumar og á þessi túr eftir að bætast við þá tölu. Sló síðasti túr öll met er við lönduðum tæpum 1800 tonnum af makríl og tæp 400 af síld og var aflaverðmætið nærri 60 kúlum efti 6 og 1/2 sólarhring höfn í höfn. Einblíndu menn á stífan sóknarleik í þeim túr og í stuttu viðtali við Kaptein Hjálmar sem ég átti kom fram að við dældum einnig 1100 tonnum í Aðalstein okkar Jónsson í túrnum svo við erum mjög sáttir með þennan árangur hjá okkur og ekki síst hjá starfsmönnum á stjórnpalli. En í byrjun þessarar veiðiferðar birtist Stéfán stýrimaður með glænýjar sjóbuxur og tjáði mér jafnframt fyrst að þetta hafi verið mettúr þá h
afi hann splæst á sig nýjum buxum og ekki veitti af. En komu sumir menn með þá skýringu að Viktor hafi keypt þær handa Stéfáni og tjáði hann sig lítið um þau mál hann Stéfán. En hvað sem því líður tekur hann sig helvíti vel út í þeim og má jafnframt bæta því við að hann kom líka ný klipptur í þennan túrinn.
En að allt öðrum málum, það hefur verið mjög rólegt á miðunum undanfarið, fengum 200 tonn aðfara nótt miðvikudags og kom trollið rifið upp, erum svo komnir núna í túngarðinn og kastaði Alli sínu trolli snemma í morgun og var svo híft í dag og dældu þeir 150 tonnum í okkur og afgangnum í sig. Þökkum við þeim kærlega fyrir það.
Við eigum löndun í fyrramáli og eftir það tekur við þrif og fleira, en erum við að fara með bátinn í slipp til Reykjavíkur í næstu viku og verður kannski lítið um skrif á síðu þessari á meðan, en ef að tími gefst munu vélamenn skipsins kannski leyfa ykkur að fylgjast með gangi mála í borg óttans.
En að lokum fyrir hönd áhafnarinnar vil ég þakka öllum á Aðalsteini Jónssyni fyrir gott samstarf í sumar og ekki síst sendingunum sem okkur hafa borist frá þeim og óskum við þeim góðs gengis það sem eftir er af síldarvertíðar. Set hér inn mynd af syninum sem ég tók á loðnuvertíð 2006.
Mbkv. áhöfnin á Jóni Kjartanssyin SU111
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar