Leita í fréttum mbl.is

Hver er manneskjan?

Þá erum við búnir að láta trollið fara í annað sinn í hafið, köstuðum seinnipart fimmtudags og var híft aftur í gærmorgun, var þá komið skítaveður og bræla, pumpuðum 400 tonnum af svartkjaftinum um borð. Var Ægir ekki fallegur á að líta í gærdag og höfðum við því hægt um okkur, en er kvölda fór í gærkvöldi fór hann að sína okkur smá miskunn og var ákveðið að trollið skildi í hafið fara og erum við á toginu í þessum skrifuðu orðum. Tók ég stutt spjall við Hjálmar yfirstýrimann og tjáði hann að lítið væri um að vera, "bölvaður skakstur og lítil innkoma" en 3 neminn hafi verið rauður áðan en breytt sér svo aftur í fagurgrænan framsóknarlit og virðist líka hann vel.

En þá að allt allt öðru, eins og kunnugt er þá vorum við í slipp í Reykjavík s.l. haust og var nóg að gera í handraðanum þar við hinar ýmsu endurbætur og fleira. Var okkur vélaliðinu og Stéfáni stýrimanni boðið í stórfenglegt matarboð til yndislegra hjóna á höfuðborgarsvæðinu. Er frúin á heimilinu í miklu uppáhaldi hjá Stéfáni en hún hefur lesið sig inn í hug og hjarta okkar Íslendinga með sinni einskærri rödd á undanförnum áratugum.
stebbidjup

Spyr ég nú, hvað heitir þessi ástsæla kona og hvaða þætti stýrir hún í útvarpinu?

Viljum við senda þeim skötuhjúum okkar bestu óskir og þökkum enn og aftur fyrir frábæran mat og yndislega kvöldstund í september sl.

Kv. Jón Kj.

SVH


Bloggfærslur 7. mars 2009

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband