Leita í fréttum mbl.is

Kom að því...

...að ég setti svo sem eina færslu hér inn í þessum túrnum. Er þetta allt gert fyrir Sigurjón löndunarkall, segir hann að ég sé ekki nógu duglegur að blogga, það séu svo margir sem fylgjast með okkur á þessu bloggi og ég verði að vera duglegur. Tek ég þessi orð hans með fyrirvara þar sem allir þeir sem skoða þessa síðu (að hans sögn) skilja aldrei neitt eftir í athugasemdum, gaman væri ef svo margir fylgdust með okkur að einhverjir af þeim mörgu mundu kvitta kannski fyrir, ja kannski svona annað slagiðSmile

En þá að allt allt öðru, einn áhafnarmeðlimurinn hér um borð eignaðist afabarn í fyrradag, var þar á ferðinni lítill drengur sem leit dagsins ljós, óskum við afanum, ömmunni og að sjálfsögðu nýbökuðu foreldrum innilega til hamingju með litla prinsinn.

 Hreggviður afiHér er svo afinn, Hreggviður Friðbergsson, að flaka sér kolmunna til þerris, bragðast hann (þ.e.a.s. kolmunninn) mjög vel er búið er að þurrka hann.

Þá að fiskifréttum, erum við á okkar fjórða holi og hefur veiðin eitthvað dregist saman, er svo komið að búið er að pumpa einum 900 tonnum í lestar skipsins. Í einni dælingunni slæddist með einn fiskur er lítur svona út...

 Fagurserkur

 

 

 

 

 

 

 

 ...og er menn vorum búnir að kíkja í fiskabókina var niðurstaðan sú að hér væri á ferðinni Fagurserkur (lat; Beryx splendens, ens; alfonsino). Lifir hann á 25m og niður á 1300 metra dýpi og getur orðið 70cm langur, algengast 25-40cm.

Þar til næst.

Kv. Jón Kj.

SVH


Bloggfærslur 28. apríl 2010

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband