Leita í fréttum mbl.is

Mættir á gráa svæðið

Þá erum við mættir á þetta umtalaða gráa svæði sem er á milli Færeyja og Skotlands, eftir rúmlega tveggja vikna páskafrí. Vorum við rúman sólarhring að sigla frá Eskifirði og hingað suður. Vorum við mættir hér í gærkvöldi og var varpan látin fara í faðm Ægis rétt fyrir miðnætti. Var þrjú neminn eitthvað farinn að gelta í hádeginu tjáði kapteinn Grétar mér er við vorum að snæða sunnudags lambabakið, var því gerð góð skil og rann það ljúft niður með vallas. Mikil traffík er hér á þessum veiðislóðum, og eru um 30 skip að eltast við svartkjaftinn, eru það allra þjóða kvikyndi sem hér eru, þó mest megnis Íslendingar, Færeyingar og Rússar.

Eitthvað heyrði síðuritari á göngunum að þetta væri orðið reyklaust skip, Bjarni afleysingakokkur og Raggi stýrimaður væru hættir að reykja, á eftir að fá það staðfest hjá þeim, en ef svo er, er þetta sjálfsagt eitt af mjög svo fáum skipum sem reyklaust er, ber nú að fagna því, kannski með koníak og vindli!!!!!!!!!!!!!!!

Höfum þetta gott í bili.

Þar til næst.

Kv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband