Leita í fréttum mbl.is

Frábær dagur að baki.

Það var sannkallað sumarveður hér á kolmunnamiðum í dag, sól, logn og hitinn um 15°C, sem sagt algjört bongóCool Fóru menn út á dekk að viðra sig og njóta veðurblíðunnar og snurfusa að hinu og þessu. Var ljósmyndari síðunnar ekki langt frá vopnaður myndavél.

Sigurjón að mála

Aldursforsetinn um borð hann Sjonni, var vopnaður pensli í dag og var að dytta að hinu og þessu....

Svenni að glussast

....þá var undirritaður að bardúsa við snúningsrótor á stóra krananum að koma í veg fyrir smávægilegan glussaleka....

Guðni að endurbæta

....á meðan var Guðni í hinum krananum eitthvað að skoða tanngarðinn í honum, þess má geta að sólin var svo sterk um tíma að ráðlegt var að setja upp rafsuðuhjálm til að varnast blindu....

Stebbi skilur ekkert í þessu

....þá stukku sumir á það ráð að forða sér úr allri birtunni og komu sér vel fyrir innan í skiljara í smá skugga....

0_8.jpg

....svona er sjórinn búinn að vera í dag, spegil sléttur og fínn, vel hægt að spegla sig í honum eins og myndin ber með sér.

Bjarni í vöfflugerð

Bjarni kokkur beið svo með klárar vöfflur handa mannskapnum er menn komu í kaffi. Og svona til að setja punktinn yfir i-ið með þennan frábæra dag var híft eftir kvöldfréttir og dældum við 500 tonnum úr sekknum, erum við því komnir með um 1550 tonn eftir þrjú hol, ekki slæmt það Smile

Þar til næst.

Kv. Jón Kj.

SVH

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt meðaltal, Góða veiði :)

Dannerinn (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband