Leita í fréttum mbl.is

Sumardagurinn Fyrsti.

Jú landsmenn kærir, til sjávar og sveita, það er komið sumar, óskum við ykkur gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn. Í tilefni hans kemur hér mynd af okkar ástkæra ylhýra fána.

 Ísland, bezt í heimi Hann er fallegur íslenski fáninnSmile

Ekki hefur farið mikið fyrir bloggi hér í þessum túr, á það allt sínar eðlilegu skýringar, en strax í byrjun túrs tók fjarskiptakúlan á það ráð að bila, var ekkert símasamband né netsamband hér um borð og við nánast samskiptalausir við umheiminn. Loks er þegar veður gafst var farið upp í kúlu til að líta á aðstæður, má þess geta að við fengum leiðinlegt veður á útleiðinni og klóraði dallurinn sér vel, bak og stjór, og ekki þótti ráðlegt að klifra upp í kúlana þá. Kom í ljós að reim sem snýr mekkanó-inu í kúlunni var í sundur og engin vara reim til um borð. Voru góð ráð dýr þá, þar sem þetta er helsta tækið sem þarf að vera í lagi hér um borð. Var brugðið á það ráð að reyna líma reimina saman, kom nú límkíttið sér vel fyrir, límdum við gúmmíborða utan á reimina og svona til öryggis setti yfirvélstjórinn nokkur saumaspor í hana líka, sýndist mér það hafa verið ZIK-ZAK spor sem hann brúkaði. Var reiminni skellt í og virkaði fínt, og gerir enn. Var nú samt eitthvað stopult hjá okkur netsamband fyrst eftir þetta, en heyrði ég að aðrir bátar hafi líka verið að lenda í því, sel það ekki dýrara en ég keypti það.

 Hálfur maður Hér er svo verið að koma reiminni fyrir á sinn stað aftur, spurning hver ætli eigi þessar fætur?

Ekki hefur veiðin verið mikið síðri í þessum túr en í þeim síðasta, er svo komið að við siglum í átt að eldfjallaeyjunni Íslandi sem heldur betur hefur minnt á sig upp á síðkastið og gert hinn ýmsa usla um alla Evrópu. Siglum við nú með um 2000 tonna afla sem fékkst aðeins í fjórum holum, er hann í sérstakri kælimeðferð hjá maskínustjórum.

 650 tonn hér. Hérna er pokinn komin upp og virðist bara vera vel í, var dælt 650 tonnum úr þessum sekk.

 Smokkurinn hífður innfyrir.

 Kranamenn Kranamennirnir að gera allt klárt fyrir dælingu...

Kolmunni ...hefst svo dælingin og kolmunninn fer sína leið ofan í jökulkalt vatnið í lestunum.

Atli, Guðni, Doddi og Sævar kátir Stund á milli stríða, hér meðan á dælingu stendur.

 Kapteinn Hjálmar Hjálmar yfirstýrimaður var skipstjóri í þessari veiðiferð, hér í brúarglugganum að fylgjast með því sem er að gerast á dekkinu, sáttur með þetta 650 tonna hol.

Ef allt gengur að óskum þá verðum við í landi árla morguns föstudags.

Þar til næst.

Sumarkveðja Jón Kj.Cool

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það satt að yfir músalækur fái ekki aðgang að blogginu vegna þess að þeir óttist um blygðunarkennd lesanda? :)

Gleðilegt sumar strákar.

Heiðar Guðnason (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 15:54

2 identicon

Ja ég spyr þig Heiðar, mundi þú treysta honum?:) Held að það sé best að hann fái ekki aðgang, hann kæmi með einhverja djöfulsins vitleysu:)

Ritstjóri (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 16:46

3 identicon

Það væri nú samt í lagi að setja svona "Guðna horn" þar sem að menn fara inn á eigin ábyrgð? þannig væri ritstjóri búinn að afsala sér allri ábyrgð gagnvart viðkvæmum sálum. og guðni fengi að fullnægja tjaningaþörf sinni á dægurmálum þjóðarinnar.

lolli (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 21:49

4 identicon

Góð ábending, raunar snilldar hugmynd hjá þér Lolli

Ritstjóri (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 23:42

5 identicon

Gleðilegt sumar og hamingjuóskir til afans.

Rúna (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband