30.6.2010 | 14:20
Síldar/makrílvertíð hafin.
Komið þið sæl og blessuð gott fólk, já það kom loks að því að hér kæmi svo sem ein ný færsla á þessa síðu, eru nú liðnir tæpir tveir mánuðir síðan hér var skrifað síðast, ástæðan sú að skipið hefur ekki verið í drift síðan í byrjun maí er við kláruðum kolmunnavertíðina og flestir menn í fríi. Var tíminn í stoppinu nýttur í ýmiskonar viðhald, lagfæringar og verkefni sem komin voru á blað hjá vélstjórunum. Einnig fengum við heimsókn frá grunnskólanum á Eskifirði hér um borð, voru krakkarnir að skoða skip og fræðast um sjómennsku. Var svo tekin smávægileg björgunaræfing með þeim þar sem krakkarnir fengu að klæða sig í björgunargalla og hoppa í sjóinn og leyft að finna hvernig svona búnaður virkar. Var þetta gert undir strangri leiðsögn kapteins Grétars og hans manna sem að leiðbeindu krökkunum hvernig bera sig eigi við. Var svo öllum boðið í svala og prins polo á eftir
En þá að skipafréttum, blásið var í herlúðrana á sunnudagsmorgun og landfestar (nánast rótgrónar) leystar og haldið áleiðis á makríl/síldar veiðar. Var trollið látið fara um kvöldið eftir smá leit að einhverjum lóðningum sem hægt var að kasta á. Uppskárum við 200 tonn í fyrsta holinu, hefur þetta svo verið hægt og bítandi á upp leið hjá okkur síðan, erum við búnir að taka 4 hol og aflinn um 1350 tonn að sögn lestarstjórans. Erum við að öllum líkindum á okkar síðasta holi þar sem spáin er ekki allt of góð fyrir morgundaginn og best að nota þá tímann til að létta á sér.
Þar til næst.
Kv. Jón Kj.
SVH
Eldri færslur
- Janúar 2012
- Janúar 2011
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Myndaalbúm
Tenglar
Önnur skip
- Aðalsteinn Jónsson SU
- Álsey VE
- Ásgrímur Haldórsson SF
- Birtingur
- Bjarni Ólafsson AK
- Börkur NK
- Faxi Re
- Guðmundur VE www.gudmundurve.net/blogg/
- Hákon EA
- Hoffell SU
- Huginn VE
- Ingunn AK 150
- Jóna Eðvalds SF
- Kap VE
- Lundey NS-14
- Margrét EA
- Sighvatur Bjarnason VE
- Þorsteinn ÞH360 www.blog.is/thorsteinnth
- Júpiter ÞH363 http://www.123.is/jubbinn.
Togarar
- Arnar HU1 www.123.is/arnarhu1
- Björgvin EA311 www.123.is/bjorgvinea
- Brimnes RE27 www.123.is/brimnes
- Guðmundur í Nesi RE13 www.gin.is
- Kleifaberg ÓF2 www.simnet.is/kleifaberg/
- Málmey SK1 www.hrappur.is/malmey/
- Vigri RE71 http://sjomenska.123.is/
- Örvar HU2 www.123.is/hu2.
Rannsóknarskip
- Árni Friðriksson RE200 www.123.is/arnif
Erlend skip
- Akamalik www.akamalik.mono.net/
- Christian i Grotinum
- Fagraberg FD
- Nordborg
- Skálaberg118 www.skalaberg118.dk/
- Sundaberg KG336 www.sundaberg.dk/
Aðrir áhugaverðir
- Grétar Rögnvarsson
- Guðmundur St Valdimarsson
- Hafþór Hreiðarsson www.123.is/skipamyndir
- Hilmar Snorrason
- Jón Páll Ásgeirsson
- 640 www.640.is
- Tobbi Villa
- Þorgeir Baldursson
Sveitarfélög
- Djúpivogur www.djupivogur.is
- Fjarðabyggð www.fjardabyggd.is
- Norðurþing www.nordurthing.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.