Leita í fréttum mbl.is

Þolinmæðisvinna

Löng tog á kolmunnanum þessa daganna, í morgun hífð 400 tonn og afli þá orðinn 950 tonn. Púllarar glaðir í dag en Nallarar sorgmæddir. Í kvöld verður Guðni Þór örugglega í Man Utd búningnum sínum með medalíuna hangandi á sér sem hann fékk þegar hann gekk í klúbbinn. En hann sagði skilið við Liverpool fyrir áramót og sagði sig úr klúbbnum hér um borð þar sem hann var skemmtanastjóri. þannig að nú eru 3 eftir í Liverpool klúbbnum hér um borð og Doddi er enn formaður. Vonandi næst mynd af Guðna í búningnum í kvöld  og verður hún þá sett hér inn siðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það virðist nú ætla að verða þolinmæðisvinna líka hjá mínum mönnum, að leggja þetta Romalið. Opinn og skemmtilegur leikur og heldur eru Romamenn að gefa eftir núna eftir 60 mín.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.4.2008 kl. 20:09

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Glæsilegt mark hjá Tevez....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.4.2008 kl. 20:15

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hann Guðni Þór hefur gert stærstu og verstu mistök lífsins að hætta að vera PÚLLARI og gerast "united-maður", þetta jafngildir landráði.  En maður getur huggað sig við það að svona lagað myndi enginn sannur PÚLLARI gera.  Bið að heilsa Dodda.  Áfram Liverpool!

Jóhann Elíasson, 9.4.2008 kl. 20:18

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Batnandi mönnum er best að lifa....og allt það. Til hamingju með þetta Guðni Þór...og með sigurinn..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.4.2008 kl. 20:46

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hafsteinn, nú fórstu yfir "strikið".

Jóhann Elíasson, 9.4.2008 kl. 21:20

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.4.2008 kl. 21:23

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Til lukku með leikinn strákar, en Jói hver er þessi Hafsteinn? Það er aðeins ein heilbrigð skýring á þessum sinnaskiptum hjá Guðna, hann hefur fengið snurpuhring beint í skallann, ekkert annað getur útskýrt svona dellu.

Hallgrímur Guðmundsson, 10.4.2008 kl. 00:27

8 Smámynd: Jón Kjartansson SU-111

Hann er yfirvelstjóri og þeir anda að sér allskonar efnum og gufum, síðan vantaði einn harðan Man Utd mann hér um borð og það getur líka verið ástæðan, og svo vilja sumir bara halda með þeim sem eru á toppnum, en hann fór ekki í búninginn núna vonum að það verði á sunnudag þegar Arsenal heimsækir Utd á Old Trafford.

Jón Kjartansson SU-111, 10.4.2008 kl. 00:45

9 Smámynd: Jón Kjartansson SU-111

Jú við vitum allt um Halifax, svo heldur einn með Grimsby Town vegna góðra minninga þaðan, enginn með Hull City. Doddi hefur ekki fengið fótbolta áhuga í arf frá Mellurum því þeir vita ekki einu sinni hvað eru margir í liði. Vita allt  um búskarp og mjölframleiðslu, ekkert um íþróttir.

Jón Kjartansson SU-111, 10.4.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband