Leita í fréttum mbl.is

Leit og lítið að frétta

Nú eru flest skipin að leita sem hífað hafa í morgun, lítill afli hjá skipunum í dag. Við hífðum 300 tonn síðast eftir mjög langan drátt og er afli í skipi þá um 1900 tonn. Annars lítið að frétta nema  það helst að í gærkveldi var torfkofamatur, svið og hangiket. Það er nefnilega ekki hægt að bjóða Stebbi og kjamminn hanseingöngu uppá svið vegna matvendi skipstjórans og eldar kokkurinn alltaf hangiket líka svo að hann fái eitthvað að borða karl greyið. En sumir glöddust mjög og sagðist Stefán vera viss um að þessi haus væri ættaður frá Hnaukum í Álftafirði, hann kannaðist við andlitsdrættina. Æstust menn svo mjög við hausaátið þegar talið barst að því að mynd með Hannibal Lecter yrði sýnd í sjónvarpinu um kvöldið, en engum varð meint af.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Svæliði nú eins og einum kjamma í karlinn. Hann hefur gott því fyrir næsta fótboltaleik í sjónvarpinu....áfram Arsenal!

Haraldur Bjarnason, 12.4.2008 kl. 19:40

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég segi nú bara....ÁFRAM GUÐNI ÞÓR...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.4.2008 kl. 19:49

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Er Stefán frá Hnaukum líka, helvíti mikill svipur með þessum hausum..  Á morgun tapar UTD, hverjir eru sammála því? Það þarf ekkert að taka það fram að Liverpool vinnur sinn leik...

Hallgrímur Guðmundsson, 12.4.2008 kl. 21:47

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nú var tækifærið il að "láta" Grétar borða sviðin, með þeim orðum að hann væri ekki búinn að fiska nóg fyrir sérfæði.  Ég man eftir því, á ónefndum togara, að það var búið að vera tómt vesen á okkur alla nóttina, mikið rifrildi og meira og minna allt óklárt og við náðum ekki neinu þá nóttina.  Svo í hádeginu þegar stýrimannsræfillinn kom niður til að borða sagði kokkurinn við hann: "Nei vinur, þú ert ekki búinn að fiska fyrir mat í dag!"

Jóhann Elíasson, 13.4.2008 kl. 08:25

5 Smámynd: Eðvarð Grétarsson

Ég skil kallinn vel að éta ekki andlitin, enda hef ég trúlega erft matvendina frá honum:) hér hefur ekki verið boðið upp á torfkofafæði jafnvel þó að kokkurinn hér sé líka frá færeyjum:)

kv Eddi 

Eðvarð Grétarsson, 13.4.2008 kl. 12:28

6 Smámynd: Jón Kjartansson SU-111

Það er alveg á hreinu að ef það væri örugg að Arsenal ynni leikinn í dag þá mundi karlinn éta eins mikið af sviðum og þyrfti til, já Stebbi á ættir sínar að rekja á Hnauka í Álftafirði. Flestir hér um borð óska sér að Arsenal vinni en Guðni og Hreggi eru í minnihluta. 

Jón Kjartansson SU-111, 13.4.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband