Leita í fréttum mbl.is

Rólegt yfir veiðum

Það er fremur rólegt yfir kolmunaveiðum, köstuðum í morgun og hífðum lítið ca100 tonn eftir 8 tíma, og erum núna að leita.

Eins og flestir kannski sjá er komin toppmynd á síðu af öllu Jónum Kj, reyndar sést bara aðeins í stefnið á þeim fyrsta sem var smíðaður í Danmörku 1956 og var 63 brt. Hann hét síðan Einir og var gerður út undir því nafni á Eskifirði. Þessi bátur var dæmdur ónýtur 1982, en þá hét hann Jón Pétur.

Jón nr 2 var smíðaður  í Noregi 1963 og var 278 brt, síðar hét hann Guðrún Þorkelsdóttir þá Sæberg og síðast Eskfirðingur en skipið sökk á Héraðsflóa 1988.

Jón nr 3 var var smíðaður í Englandi 1949 sem síðutogari og hét fyrst Jörundur og þá Þorsteinn Þorskabítur, og Sigurey, kom 1966 til Eskifjarðar, og sökk 1973 út af Reyðarfirði þegar skipið stundaði loðnuveiðar.

Jón nr 4 var smíðaður í Þýskalandi 1960 og hét Narfi, 1980 selt til Eskifjarðar og þá skírður J.K., skipinu var breytt mikið í Póllandi 1997-99 endurbyggt og sett í það ný vél, síðar hét skipið Guðrún Þorkelsdóttir og heitir nú Lundey NS, frá 2006. Myndir nr 2 og 3 frá hægri er skipið.

Jón nr 5 var smíðaður í Svíþjóð og Danmörku 1978, og hér Eldborg HF var seldur til Eskifjarðar 1988 og skírður Hólmaborg, frá 2006 Jón Kjartansson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Gaman að þessari yfirferð um "Jónana". Vonandi finnið þið Kolmunna fljótt.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.5.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mjög góður og fræðandi "pistill" margt kom þarna fram sem ég hafði ekki hugmynd um í sögu Jónanna.  Gangi ykkur vel.

Jóhann Elíasson, 6.5.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband