Leita í fréttum mbl.is

Blóð, sviti og tár

Jæja gott fólk, góðan og blessaðan daginn. Í pistli dagsins er margt að minnast, sl. miðvikudagsnótt héldum við feðgar til hafs á ný eftir að búið var að landa úr síðasta túr og reyndust vera góð 1600 tonn í skipinu eftir þá veiðiferð. Vorum við komnir á miðin um morguninn og lét Alli sitt troll út fyrst til að geta startað vinnslunni sem fyrst. Var svo ákveðið að kíkja í trollið í gærkvöldi og reyndist góður afli vera í, seigur strákurinn okkar. Renndum okkar trolli út eftir það og lagði kapteinninn Stéfáni stýrimanni línurnar fyrir nóttina. Um sex leytið í morgun er yfirvélstjórinn var að hysja upp um sig buxurnar og moka stýrurnar úr augunum fyrir sína vakt kom Stéfán hinn rólegasti inn í klefann og tjáði honum að það þyrfti að fara gera eitthvað, Hvað nú? spurði vélstjórinn, deila út vatni deila út vatni endurtók stýrimaðurinn. Eftir að lestin var klár var byrjað að hífa og reyndist þetta þyngra en andskotinn sjálfur og ætlaði sekkurinn ekki að komast upp með góðu móti. Öllum brögðum var beitt og var kapteinninn sjálfur kominn upp á stjórnpall til að stjórna aðgerðum og Stéfán stýrimaður niður á dekk að taka á móti sínum afla. Ljóst var að ein lest mundi ekki duga undir þetta ofurhal og hófst vinna við að gera fleiri lestar klárar. Er uppi var staðið reyndust vera 950 tonn í þessu hali af hreinum makríl eftir þessa 6 tíma hjá stýrimanninum frá Kongó.

Þess má til gamans geta að mjög bjart er í eldhúsinum hjá okkur þennan túrinn, skín birtan út um öll op á því, enda er engin önnur en Birta sjálf, dóttir kapteinsins sem stendur við pottana og er hún meira að segja réttu megin við eldavélina, þ.e.a.s. fyrir framan hana en ekki bakvið eldavélina eins og Guðni Ágústsson sagði um árið.

Bkv. Strákarnir á Jóni Kjartanssyni (og stúlka)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þetta merka od dýrmæta hol.

Gaman að lesa ykkar fréttir, sem éru ávallt með léttu ívafi og húmorinn á réttum stöðum

Bkv.

Emil

Emil Thorarensen (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 18:02

2 identicon

sælir gömlu félagar, til hamingju með þetta methol, og gangi ykkur vel!!

kv Eddi

Eddi Grétars (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 20:26

3 identicon

Sæll, þokkalegt hol og ég ekki um borð :S

Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband