Leita í fréttum mbl.is

Góður dagur í dag og verslunarmannahelgin framundan

Jæja þá eru menn búnir að jafna sig eftir þetta risa hol í gær, og farið að slaka á taugunum hjá mönnum hér um borð, en eftir það var komið að syninum sem að átti mjög góðan dag, hífði hann 500 tonn eftir snarpan sóknarleik. Var þá komið að okkar æðstu ráðamönnum hér um borð að láta trollið síga í hafið og tengjast traustar böndum við soninn, gekk það allt snurðulaust fyrir sig. Eftir að menn voru búnir að kýla vömbina út eftir hádegismatinn var ákveðið að kíkja í vörpuna og reyndust vera 450 tonn af góðri blöndu af makríl og síld og hafði makríllinn sigur úr bítum bæði úr fortalningu og aðaltalningu. Er þetta því búið að vera mjög gott hjá okkur feðgum það sem af er þessum túr.

Vegna þess að fríhelgi verslunarmanna er framundan bryddaði kokkurinn fram nýjungum hér um borð, en hún bakaði þessar dýrindis pizzur ofan í okkur úlfana og má nefna að sumir voru orðnir svo spenntir að þeir réðu ekki við sig og komu spangólandi að matarborðinu. Það er einmitt um þessa helgi sem að mest er að gera hjá verslunarmönnum og minnst er um fríið, kassinn bólgnar út af aurum úr vösum almúgans.

Birta tekur eina af mörgum pizzum út ofninumBirta tekur eina af mörgum pizzum út úr ofninum.

Var þessum pizzum gerð góð skil og er óhætt að segja að Birta hafi staðið sig mjög vel í þessum pizzubakstri og reyndar síðan hún kom hér um borð.

Gummi, Emil og Viktor á meltunni.

 

 

                             

                                                                              Gummi, Emil og Viktor á meltunni.

Svo viljum við minna á alla þá sem leggja land undir fót um þessa mestu ferðahelgi ársins að ganga vel um land og þjóð og ganga hægt um gleðinnar dyr svo allir komist nú heilir heim á ný.

Við óskum ykkur öllum góðrar helgar, til sjós og lands.

Kv. rauðhetta og úlfarnirSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Svidin hafa greinilega farid vel i Stebba Studbolta, og mer synist ad pizzan hafi farid vel i Viktor, gangi ykkur vel strakar minir synist that nu aldeilis gera that. Her er nog af pizzum og godu vedri.

Bestu kvedjur fra Italiu Gretar.

Grétar Rögnvarsson, 2.8.2008 kl. 09:38

2 identicon

allt gott að frétta af mér og mínum í hita og sól. Gott að það er einhver tilbreyting þá á bertri veginn fyrir þá stráklinga. Fíla að vera í fríi í Danaveldi og sitja úti í yfir 30 st9ga hita og sól með bjór í hendi á meðan þið púlið út á sjó. Sé ykkur eftir langan tíma. Sævar og Co.

Sævar (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband