Leita í fréttum mbl.is

Byrjaðir á veiðum á ný

Þá erum við byrjaðir að veiða á ný, var það kapteinn Daði sem að renndi trollinu sínu í hafið um kvöldmatarleytið og eru menn nokkuð bjartsýnir á árangur. Eftir að Tandrabergsmenn höfðu klárað að pumpa uppúr skipinu í löndun var fært og beðið eftir syninum þar sem hann átti eftir að landa í bræðslu og þrífa svo aðra frystilestina, en heyrst hefur að verð á frosinni síld sé í hæðstu hæðum og vonum við innilega að það gangi allt að óskum hjá strákunum á Aðalsteini að frysta. Skiptingin var mjög góð hjá okkur í síðasta túr en það reyndust vera tæp 1800 tonn af makríl og tæp 400 tonn af síld í lestunum. Höfðu Tandrabergsmenn í nógu að snúast því eftir okkur biðu þrjú önnur skip við að komast undir dæluna góðu.Alli Jóns rennir uppað löndunarbryggju og Lundey bíður átekta Voru þetta auk okkar feðga, Lundey NS, sem er á sínum gömlu Hið glæsilega skip Huginn VEheimaslóðum, og Huginn VE, hefur því verið nóg að gera hjá bræðslumönnum Eskju undanfarið við að framleiða fyrsta flokks mjöl en alls lönduðu þessi fjögur skip rúmum 5500 tonnum í þessari lotu. Fóru vélamenn skipsins um borð í Lundey og urðu miklir fagnaðarfundir er Sveinn hitti sína sveitunga þar um borð, en miklar gagngerar breytingar hafa verið gerðar á skipinu frá því að hann hét Jón Kjartansson og óskum við þeim til hamingju með það.

Svo að lokum viljum við bjóða yfirvélamanni skipsins, honum Guðna, velkominn um borð, en hann og frú Lára hafa verið með sitt annað hús í eftirdragi um allt Ísland í sumar og hafa þau komið víða við.

 kv. Sulli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband