Leita í fréttum mbl.is

Hinsegin fiskidagar að baki......

.....og steikur teknar við. Já kokkurinn var í essinu sínu í dag og framreiddi þvílíkar steikur bæði í hádeginu og í kvöldmatnum eftir að hafa borið fram hinsegin fisk á laugardag þ.e.a.s. hinn sígilda saltfisk, voru menn mjög mis hinsegin við að snæða þann góða fisk en gaman er að geta þess að sá fiskur sem hafður var á borðum er einmitt unnin í Eyjafirðinum, nærri Dalvík þar sem fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur og áttum við okkar fulltrúa þar, þ.e. Mellarinn sjálfur hann Þorsteinn, var hann í góðu yfirlæti með hjólhýsið sitt þar hjá Kidda bróður. En þá að aflabrögðum, erum búnir að taka tvær sköfur og erum að leita í þessum skrifuðum orðum, reyndust vera 350tonn í þeirri fyrri og dældum við svo nokkrum tonnum í Aðalstein okkar úr þeirri seinni og svo restina í okkur Bjarni kominn upp á skiljara með byssunaen voru það um 200tonn. Einmuna blíða hefur verið á miðunum síðan við fórum út og hafa menn nýtt það við ýmis störf, t.d. hafa hásetarnir unnið við að þrífa dekkið hátt og lágt og verið með háþrýstibyssuna á lofti og sást til suma vera miða á saklausa fugla sem að flugu hjá, er suma kannski farið að kítla óþarflega mikið í gikkfingurinn fyrir komandi gæsavertíð.

Heyrst hefur að síðasti túr hafi slegið öll fyrri met hvað varðar aflaverðmæti sem þetta skip hefur borið að landi eftir eina veiðiferð og hefur sá sem þetta skrifar pantað viðtalstíma hjá kapteini Hjálmari um þau mál, meira um það síðar.

Mbkv. Jón Kjartansson SU


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband