Leita í fréttum mbl.is

"Austur með landinu siglum"

Erum á landleið með 1200 rúmmetra af deplunni kennda við gull og er áætlaður komutími annaðkvöld. Létum við trollið fara fjórum sinnum í hafið í þessum túr, geta menn þá reiknað meðaltal í hverju holi. En vendum nú kvæði okkar í kross, hér um borð er hafið heilsuátak meðal skipverja því eins og allir vita eru störf sjómanna vandbundin og oft á tíðum erfið, er því gott að vera í góðu formi og huga vel að heilsunni. Taka menn þessu bara mjög vel og ætla menn að reyna gera sitt besta til að koma sér í form.

  

Eins og sést á myndunum þá taka menn þessu misalvarlega, sumir hamast pungsveittir upp brekkurnar á hjólinu, aðrir láta fara vel um sig og fara bara niður í móti og láta sig renna og enn aðrir sleppa bara æfingum og fara beint í að metta hungraða maga, fá sér hollt og gott matarræði, te og ristað brauð, eins og breskur Aðall....

En þá að gátunni, spyr ég aftur hver samdi, lag og texta, þar sem umræður og ástand í þjóðfélaginu eru allar á neikvæðu nótunum og allt að fara fjandans til á þessi texti mjög vel við í því sambandi.

          Ó, þetta sker er alveg ægilegt,

          Það er með ólíkindum hlægilegt.

          Já, það er verra en slæmt,

          Já, það er dauðadæmt,

 

kv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta mun vera texti úr laginu stormsker eftir sverrir stormsker.

þór og lolli (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 05:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband