Leita í fréttum mbl.is

"Haldnir til veiða á nýjan leik"

Fullt af mönnum að vinna við pokannÞá erum við lagðir af stað í þriðja túr á gulldepluna eftir að hafa pumpað 800 tonnum af gullinu í land. Fengum við nýjan poka á trollið sem við bindum miklar vonir við að muni reynast okkur happadrjúgur og eigi oft eftir að vera barmafullur af gullinu góða.

 

 

 Loðnuvinnslan

Renndum við okkur inn á Fáskrúðsfjörð til að kanna atvinnuástand bæjarins og í smá fíneseringu, sögðu kallarnir á kajanum okkur í stuttu viðtali að það væri dapurt ástand í loðnuvinnslunni, engin loðna til að frysta og ekkert gull bærist í bræðsluna, en skip Loðnu-vinnslunnar, Hoffellið, hefur landað gullinu sínu í Vestmannaeyjum undanfarið, vonuðust menn að loðnan færi að gefa sig fljótt svo hægt væri að gefa út meiri kvóta og þar með láta stærsta atvinnuhjól staðarins snúast.

 

 

SkrúðurSigldum við fram hjá Skrúð í morgunsárið og má geta þess að róið var úr Skrúðnum og höfðust vermenn þá við í Skrúðshelli, sem talinn er stærstur allra hella á  Austurlandi. Sagan segir svo í Skrúðnum býr "Skrúðsbóndinn" og hefur gert um aldir. Rændi hann sauðum bænda sem létu fé sitt ganga í eyjunni auk þess sem hann tók sér að kvonfangi prestdótturina á Hólmum við Reyðarfjörð. Reyndist Skrúðbóndinn sjómönnum oft hollvættur og bjargaði þeim inn í helli sinn úr sjávarháska.

 

Það voru félagar okkar á Syninum, þeir Þór og Lalli, sem komu með rétt svar við síðustu gátu og sendum við þeim og allri áhöfninni á Alla Jóns okkar bestu kveðjur.

Kv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband