Leita í fréttum mbl.is

650 sjómílur að baki.

Og enn ekki komnir á kolmunaslóð, 30-70 sml enn eftir en þar er farið að sjást í Rússa og Hollendinga. Veður hefur verið að batna til muna en um tíma þurftum við að halda sjó í SV 20-30 m/s. Erum nú komnir í hina mestu blíðu S 4 m/s, og það hefur hlýnað til mikið. Ekki sést til sólar enn en vonandi kemur sólarglæta svo að Sjonni og Óðinn sóldýrkendur geti baðað sig í sólinni ein og þeirra er vani. Sveinn bloggritari okkar er í landi þennan túr, en við reynum að fylla hans skarð í skrifum þó erfitt reynist að fara í hans spor, enda Húsvíkingur með blogggenin í lagi eins og aðrir Húsvíkingar sem blogg á síðum hinna skipana.

dsc03729


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir drengir, vonandi verðið þið nú fljótir að fylla bátinn og veðrið haldist svona fínt hjá ykkur. Annars er maður fullur bjartsýnis á loðnuvertíð eftir að hafa lesið greinina hjá þeim félögum á Lundeynni með þéttleika stuðul loðnunnar, vonandi að greinin rati á rétta staði svo hægt verði að gefa út kvóta.

Annars er allt fínt að frétta á gömlu vík, maður búinn að raða í sig bollum, bæði í dag og í gær

kv. Svenni H.

Svenni H. (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 16:14

2 Smámynd: Jón Kjartansson SU-111

Eins og þú sérð á myndinni Sveinn fengu fleiri bollur en þú í dag. Bestu kveðjur í Víkina.

Jón Kjartansson SU-111, 23.2.2009 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband