Leita í fréttum mbl.is

Gulldepluveiðum lokið í bráð

Þá er þessum "tilrauna" veiðum á gulldeplunni lokið. Komum við í land á þriðjudagskvöldið með einhvern skítaslatta, en botninn var alveg dottinn úr veiðunum og var því ekkert annað að gera en að fara í land. Þess má geta að við fiskuðum tæp 2000 tonn af þessum pöddum og er það nú betra en ekki neitt, þar sem að engin loðnuvertíð er hafin fyrir alvöru. Stendur nú yfir þrif á lestum, en ekki veitir af því eftir þessar veiðar, þar sem að fiskurinn er mjög feitur þótt hann sé smár og lestarnar eftir því. Er stefnan tekin á kolmunnaveiðar næst og á að taka troll og fleira um borð á morgun. Höldum samt í vonina að loðnan fari nú að sýna sig svo hægt sé að gefa út meiri kvóta.

Kv. Jón Kj.

SVH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Þá er bara að óska ykkur góðs gengis á kolmunanum. Sá hlýtur að vera æstur í að komast í nýsjænaðar og ilmandi lestarnar.

Dunni, 20.2.2009 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Kjartansson SU-111
Jón Kjartansson SU-111

Uppsjávarskip með 15 manns i áhöfn, en um borð 10 menn í hverri veiðiferð.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband